Hafnasamlag Norðurlands - beiðni um aðgangsstýringu

Málsnúmer 2025020332

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 439. fundur - 12.02.2025

Lagt fram erindi Péturs Ólafssonar dagsett 7. febrúar 2025, fh. Hafnasamlags Norðurlands bs., um tímabundið bann við lagningu bíla á ákveðnum svæðum við Oddeyrarbryggju og Tangabryggju og umferðarstýringu á Strandgötu austan Hjalteyrargötu. Þá er lagt til að bæjaryfirvöld fylgist vel með umferð og lagningu ökutækja á svæðinu í tengslum við komu skipa þar sem töluvert er um að ökutækjum sé lagt á gangstéttum á svæðinu. Þá er að lokum óskað eftir að Hafnasamlagið fái umboð til að stjórna og stýra hvernig þjónustu við ferðaþega verði háttað við afmarkað svæði sem liggur upp að hafnarsvæðinu.
Skipulagsráð samþykkir erindið með fyrirvara um samþykki Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra og Vegagerðarinnar. Er skipulagsfulltrúa falið að auglýsa í Lögbirtingablaði ákvörðun um tímabundið bann við akstri austur Strandgötu frá Hjalteyrargötu að Laufásgötu og tímabundið bann við lagningu ökutækja.