Rammaskipulag íbúðasvæðis við Borgar- og Síðubraut - uppfærsla

Málsnúmer 2025020296

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 439. fundur - 12.02.2025

Árið 2018 var unnin tillaga að rammaskipulagi fyrir íbúðarsvæði merkt ÍB23 sem nær til svæðis vestan Borgarbrautar og norðan Síðubrautar. Í kjölfarið var síðan haldið áfram með gerð deiliskipulags fyrir hluta svæðisins, þ.e. svæðið vestan Borgarbrautar, svæði sem fékk síðar nafnið Móahverfi. Uppbygging á því svæði er komin á fullt og verður í gangi næstu árin.


Er nú lögð fram til kynningar uppfærð tillaga að rammaskipulagi fyrir allt svæði ÍB23 þar sem fyrri tillaga hefur verið aðlöguð að gildandi deiliskipulagi Móahverfis.