Liður 3 úr fundargerð skipulagsráðs dagsettri 12. febrúar 2025:
Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi fjögurra deiliskipulagsáætlana sem ná til svæðis meðfram Skarðshlíð frá Glerá að Hlíðarbraut. Í öllum tilvikum er verið að gera breytingar sem fela í sér að gert er ráð fyrir stofnstíg gangandi og hjólandi norðan megin götunnar frá Glerá að Hlíðarbraut.
Meirihluti skipulagsráðs leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki framlagðar tillögur að breytingu á deiliskipulagi og að þær verði auglýstar skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista óskar að bóka eftirfarandi:
Út frá sjónarmiðum öryggis og greiðfærni tel ég að mun betri kostur væri að leggja hjólreiðastíg samhliða Hörgárbraut frá hringtorgi við Norðurtorg/Byko að brú yfir Glerá.
Andri Teitsson kynnti.
Til máls tóku Ásrún Ýr Gestsdóttir, Hilda Jana Gísladóttir, Andri Teitsson og Sunna Hlín Jóhannesdóttir.
Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista óskar að bóka eftirfarandi:
Út frá sjónarmiðum öryggis og greiðfærni tel ég að mun betri kostur væri að leggja hjólreiðastíg samhliða Hörgárbraut frá hringtorgi við Norðurtorg/Byko að brú yfir Glerá.