Stofnstígur frá Sjafnargötu að Glerá - breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2025020252

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 439. fundur - 12.02.2025

Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi fjögurra deiliskipulagsáætlana sem ná til svæðis meðfram Skarðshlíð frá Glerá að Hlíðarbraut. Í öllum tilvikum er verið að gera breytingar sem fela í sér að gert er ráð fyrir stofnstíg gangandi og hjólandi norðan megin götunnar frá Glerá að Hlíðarbraut.
Meirihluti skipulagsráðs leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki framlagðar tillögur að breytingu á deiliskipulagi og að þær verði auglýstar skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.


Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista óskar að bóka eftirfarandi:

Út frá sjónarmiðum öryggis og greiðfærni tel ég að mun betri kostur væri að leggja hjólreiðastíg samhliða Hörgárbraut frá hringtorgi við Norðurtorg/Byko að brú yfir Glerá. 

Bæjarstjórn - 3558. fundur - 18.02.2025

Liður 3 úr fundargerð skipulagsráðs dagsettri 12. febrúar 2025:

Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi fjögurra deiliskipulagsáætlana sem ná til svæðis meðfram Skarðshlíð frá Glerá að Hlíðarbraut. Í öllum tilvikum er verið að gera breytingar sem fela í sér að gert er ráð fyrir stofnstíg gangandi og hjólandi norðan megin götunnar frá Glerá að Hlíðarbraut.

Meirihluti skipulagsráðs leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki framlagðar tillögur að breytingu á deiliskipulagi og að þær verði auglýstar skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista óskar að bóka eftirfarandi:

Út frá sjónarmiðum öryggis og greiðfærni tel ég að mun betri kostur væri að leggja hjólreiðastíg samhliða Hörgárbraut frá hringtorgi við Norðurtorg/Byko að brú yfir Glerá.

Andri Teitsson kynnti.

Til máls tóku Ásrún Ýr Gestsdóttir, Hilda Jana Gísladóttir, Andri Teitsson og Sunna Hlín Jóhannesdóttir.
Bæjarstjórn samþykkir með 10 atkvæðum framlagða tillögur að breytingum á deiliskipulagi og að þær verði auglýstar skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.


Ásrún Ýr Gestsdóttir V-lista situr hjá.