Strandgata 13 - Umsókn um byggingaráform og byggingarheimild - umfangsflokkur 1

Málsnúmer 2025011791

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 1003. fundur - 06.02.2025

Erindi dagsett 30. janúar 2025 þar sem Valbjörn Ægir Vilhjálmsson f.h. AJS fasteigna ehf. sækir um byggingaráform og byggingarheimild fyrir breytingum innanhúss á húsi nr. 13 við Strandgötu. Innkomin gögn eftir Valbjörn Ægi Vilhjálmsson.
Byggingarfulltrúi óskar umsagnar skipulagsráðs um erindið.

Skipulagsráð - 439. fundur - 12.02.2025

Liður 2 í fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa dagsettri 6. febrúar 2025:

Erindi dagsett 30. janúar 2025 þar sem Valbjörn Ægir Vilhjálmsson f.h. AJS fasteigna ehf. sækir um byggingaráform og byggingarheimild fyrir breytingum innanhúss á húsi nr. 13 við Strandgötu. Innkomin gögn eftir Valbjörn Ægi Vilhjálmsson.

Byggingarfulltrúi óskar umsagnar skipulagsráðs um erindið.

Fyrir liggur að umsækjandi er með tvær íbúðir í húsinu í skammtímaleigu sem ekki er rekstrarleyfi fyrir.
Að mati skipulagsráðs samræmist það aðal- og deiliskipulagi að vera með íbúðir til skammtímaleigu á efri hæðum í þessu húsi. Skipulagsráð samþykkir þó ekki að veitt verði leyfi fyrir breytingum nema að samtímis verði sótt um leyfi fyrir þeim breytingum sem þegar hafa verið gerðar á húsnæðinu.