Brekkugata 7b - fyrirspurn varðandi skipulagsmál

Málsnúmer 2025011755

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 439. fundur - 12.02.2025

Erindi dagsett 30. janúar 2025 þar sem að Sigurður Sigurðsson fh. AJS fasteigna ehf. óskar eftir að fá að deila Brekkugötu 7 upp í tvö fasteignanúmer þar sem framtíðaráform eru uppi um að útbúa gistiaðstöðu í bakhúsi.
Í upphafi þessa dagskrárliðar vakti Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista á því athygli að hún teldi sig vanhæfa að fjalla um þennan lið.

Með vísan til 7. mgr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 var meint vanhæfi lagt upp til atkvæða fyrir skipulagsráð og var það samþykkt.

Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista vék af fundi undir þessum lið.


Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við að bakhús lóðar Brekkugötu 7b verði breytt í gististað, með fyrirvara um að húsið standist kröfur þar um. Ráðið hafnar því að Brekkugötu 7b verði skipt upp í tvö fasteignanúmer.