Lagt fram erindi Odds Kr. Finnbjarnarsonar dagsett 17. janúar 2025, f.h. lóðarhafa Hafnarstrætis 80-82, þar sem óskað er eftir að hámarkshæð þaks verði 18 m í stað 17,45 m vegna áætlana um stærri lyftu en upphaflega var miðað við. Er óskað eftir að þak verði hækkað frekar en að gera ráð fyrir að lyftustokkur gangi upp úr þaki. Þá er einnig óskað eftir heimild fyrir stækkun byggingarreits fyrir hótel til austurs við tröppur í inngarði, sem jafnfram felur í sér að ekki verður pláss fyrir ramp upp í inngarð.