Hafnarstræti 80-82 - fyrirspurn varðandi skipulagsmál

Málsnúmer 2025011338

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 438. fundur - 29.01.2025

Lagt fram erindi Odds Kr. Finnbjarnarsonar dagsett 17. janúar 2025, f.h. lóðarhafa Hafnarstrætis 80-82, þar sem óskað er eftir að hámarkshæð þaks verði 18 m í stað 17,45 m vegna áætlana um stærri lyftu en upphaflega var miðað við. Er óskað eftir að þak verði hækkað frekar en að gera ráð fyrir að lyftustokkur gangi upp úr þaki. Þá er einnig óskað eftir heimild fyrir stækkun byggingarreits fyrir hótel til austurs við tröppur í inngarði, sem jafnfram felur í sér að ekki verður pláss fyrir ramp upp í inngarð.
Skipulagsráð samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi vegna hækkunar húsins til samræmis við erindið. Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skal hún grenndarkynnt skv. 44. gr. laganna. Grenndarkynnt skal fyrir lóðarhöfum Austurbrúar 10-16. Skipulagsráð hafnar framlagðri tillögu um viðbyggingu og óskar eftir annarri útfærslu þar sem tekið er tillit til almenns aðgengis.

Skipulagsráð - 439. fundur - 12.02.2025

Tekið fyrir að nýju erindi dagsett 22. janúar 2025 þar sem að Oddur Kristján Finnbjarnarson fh. J.E.Skjanna óskar eftir deiliskipulagsbreytingu fyrir Hafnarstræti 80-82.

Uppfærð gögn hafa borist skipulagssviði þar sem algilt aðgengi hefur verið lagað að útisvæði austan hótelbyggingarinnar.
Skipulagsráð samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi til samræmis við erindið með þeirri breytingu sem barst skipulagssviði 6. febrúar 2025. Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skal hún grenndarkynnt skv. 44. gr. laganna. Grenndarkynnt skal fyrir íbúum Austurbrúar 10-16.