Ósk um breytingar á skóladagatali - Hríseyjarskóli

Málsnúmer 2025011242

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 66. fundur - 22.01.2025

Lögð fram til samþykktar ósk um breytingar á skóladagatali Hríseyjarskóla sem felur í sér að færa til starfsdaga vegna breytingar á námsferð starfsfólks skólans og árshátíðar skólans. Breytingarnar eru að starfsdagur áætlaður 10. mars verði færður til 23. apríl sem og starfsdagur áætlaður 30. maí færist til 24. apríl.


Áheyrnarfulltrúar: Daníel Sigurður Eðvaldsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Róar Björn Ottemo fulltrúi foreldra leikskólabarna, Inga Bára Ragnarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra og Elísabet Þórunn Jónsdóttir fulltrúi leikskólakennara.
Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir umbeðnar breytingar.