Skipagata 16 - fyrirspurn varðandi skipulagsmál

Málsnúmer 2025011081

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 439. fundur - 12.02.2025

Erindi dagsett 17. janúar 2025 þar sem Baldur Jónsson fh. Ofar ehf. sækir um uppsetningu á snjallboxi fyrir utan verslun Ofar ehf. í Skipagötu 16 eða annars staðar í miðbænum.
Í upphafi þessa dagskrárliðar vakti Þórhallur Jónsson D-lista á því athygli að hann teldi sig vanhæfan að fjalla um þennan lið.

Með vísan til 7. mgr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 var meint vanhæfi lagt upp til atkvæða fyrir skipulagsráð og var það samþykkt.

Þórhallur Jónsson D-lista vék af fundi undir þessum lið.


Skipulagsráð hafnar erindinu þar sem sótt er um að staðsetja snjallbox utan lóðarmarka.