Kisukot

Málsnúmer 2025010584

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 178. fundur - 04.02.2025

Lagt fram minnisblað dagsett 3. janúar 2025 varðandi meðhöndlun katta í bæjarfélaginu.

Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri umhverfismála sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð felur sviðsstjóra umhverfis- og mannvirkjasviðs, í samráði við bæjarlögmann, að gera drög að tilraunaverkefni um þjónustusamning við Kisukot, tímabundið til eins árs og leggja fyrir næsta fund ráðsins.


Ingimar Eydal B-lista situr hjá.


Ólafur Kjartansson V-lista leggur fram svohljóðandi bókun:

Það þarf að taka tillit til þess að kettir eru ekki tegund sem á heima í íslenskri náttúru og það stenst ekki verndarsjónarmið að sleppa heimlislausum köttum á víðavangi.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 179. fundur - 18.02.2025

Lögð fram drög að þjónustusamningi til eins árs um að hlúa að og fóstra tímabundið villi- og vergangsketti í landi Akureyrarbæjar og sporna við fjölgun þeirra.
Umhverfis- og mannvirkjaráð felur sviðsstjóra að vinna málið áfram og ræða við nágranna.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 180. fundur - 04.03.2025

Lagður fram þjónustusamningur til eins árs um tímabundna meðhöndlun á köttum.
Bæjarráð samþykkti árið 2023 að hefja samningaviðræður við Kisukot þannig að starfseminni verði komið fyrir í húsnæði sem uppfyllir það að fá starfsleyfi. Bæjarráð fól forstöðumanni umhverfis- og sorpmála, verkefnastjóra umhverfis- og sorpmála og formanni bæjarráðs að vinna málið áfram.

Nú liggja fyrir drög að þjónustusamningi og minnisblað vegna málsins og er því vísað til bæjarráðs til umræðu og afgreiðslu.


Ólafur Kjartansson áheyrnarfulltrúi V-lista óskar bókað:

Það er brýnt að það verði tekið tillit til ákvæða laga og reglugerða sem varða náttúruvernd og dýravelferð þegar kemur að vinnu vegna dýra á vergangi.

Dýr sem komast ekki af á víðavangi án reglulegra fóðurgjafa geta ekki talist vera eðlilegur hluti af íslenskri náttúru.