Eiðsvallagata 18 - fyrirspurn varðandi skipulagsmál

Málsnúmer 2025010292

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 437. fundur - 15.01.2025

Erindi dagsett 7. janúar 2025 þar sem Brynjólfur Árnason fh. Orlofsíbúða ehf. leggur fram tillögu að viðbyggingu við Eiðsvallagötu 18. Viðbyggingin hefur þegar verið reist án leyfis.
Skipulagsráð samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi til samræmis við erindið. Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skal hún grenndarkynnt skv. 44. gr. laganna. Grenndarkynnt skal fyrir eigendum í Norðurgötu 16, Norðurgötu 14 og Eiðsvallagötu 20 og samtímis óskað eftir samþykki fyrir byggingu á lóðamörkum.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.


Helgi Sveinbjörn Jóhannsson M-lista situr hjá og óskar bókað eftirfarandi:

Ég tel að þegar sömu einstaklingar framkvæma fyrst og spyrja svo um leyfi, trekk í trekk, að þá verði að segja stopp á ákveðnum tímapunkti. Nú er þeim tímapunkti náð að mínu mati.

Skipulagsráð - 440. fundur - 26.02.2025

Lögð fram að lokinni grenndarkynningu tillaga að breytingu á deiliskipulagi vegna Eiðsvallagötu 18 ásamt innkominni athugasemd frá þremur grenndarkynningarþegum.


Skipulagsráð frestar afgreiðslu til næsta fundar. Er skipulagsfulltrúa falið að óska eftir viðbrögðum umsækjanda við efni innkominnar athugasemdar.