Moe's - umsókn um langtímaleyfi, nætursölu og markaðssölu fyrir stærri viðburði

Málsnúmer 2025010012

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 437. fundur - 15.01.2025

Erindi dagsett 30. desember 2024 þar sem Thomas Rafal Motyl fh. MF ehf. sækir um langtímaleyfi fyrir matarvagn á Ráðhústorgi.
Skipulagsráð samþykkir úthlutun á langtímaleyfi fyrir MF ehf. út árið 2025 fyrir matarvagn á Ráðhústorgi. Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.