Erindi dagsett 19. desember 2024 þar sem að Svava Björk Bragadóttir fh. Eikar fasteignafélags ehf. óskar eftir leyfi fyrir LED skjá við flóttastiga á norðurhlið Glerártorgs sbr. meðfylgjandi teikningu. Stærð skjás er um 22 fm sem útfærður verður með birtuskynjara sem kemur í veg fyrir truflun. Gerð er grein fyrir heildarfermetrum skilta og ljósaskilta við Glerártorg á meðfylgjandi teikningu. Samantektinni er skipt upp eftir tegund skiltaflata og staðsetningu á byggingu. Sjá nánar fylgigögn umsóknar
Helgi Sveinbjörn Jóhannsson M-lista og Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista sitja hjá við afgreiðslu.