Glerárdalur - minnisvarði

Málsnúmer 2024121287

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 437. fundur - 15.01.2025

Erindi dagsett 12. nóvember 2024 þar sem að Elsa Nína Sigurðardóttir óskar eftir að fá að staðsetja minnisvarða um þrjá drengi sem létust í flugslysi á Glerárdal 1995. Óskað er eftir að fundinn verður góður staður í samvinnu við Akureyrarbæ.
Skipulagsráð tekur jákvætt í erindið og samþykkir að vísa málinu til þjónustu- og menningarsviðs og umhverfis- og mannvirkjasviðs til útfærslu í samráði við umsækjanda.