Íþróttahöllin - aðstaða í kjallara Íþróttahallarinnar

Málsnúmer 2024120328

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 64. fundur - 11.12.2024

Farið var yfir umsóknir sem borist hafa varðandi nýtingu aðstöðunnar í kjallara í Íþróttahöllinni eftir að GA yfirgefur aðstöðuna í byrjun næsta árs.

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála, Alfreð Birgisson, Sigrún Árnadóttir og Birna Baldursdóttir öll fyrir hönd stjórnar ÍBA, Jóna Jónsdóttir formaður ÍBA og Helga Björg Ingvadóttir framkvæmdastjóri ÍBA sátu fundinn undir þessum lið.

Í samráði við stjórn ÍBA samþykkir fræðslu- og lýðheilsuráð að boða Skíðafélag Akureyrar, Sundfélagið Óðin, Karatefélag Akureyrar og Lyftingadeild KA til áframhaldandi samtals um sameiginleg afnot af aðstöðunni í kjallara Íþróttahallarinnar. Hugmyndir og óskir þessara félaga verða skoðaðar í samstarfi við félögin í samræmi við það sem aðstaða og fjármagn leyfir.

Ungmennaráð - 58. fundur - 08.01.2025

Farið var yfir aðstöðumál í kjallara Íþróttahallarinnar.

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 69. fundur - 12.03.2025

Lagt fram minnisblað frá forstöðumanni íþróttamála þar sem óskað var eftir fjármagni til að kosta framkvæmdir vegna endurnýjunar gólfefna, lýsingar og hljóðvistar í æfingaaðstöðu í kjallara Íþróttahallarinnar.


Áheyrnarfulltrúi: Bjarki Orrason fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir framlagða beiðni og vísar henni áfram til bæjarráðs.

Bæjarráð - 3886. fundur - 27.03.2025

Liður 4 í fundargerð fræðslu- og lýðheilsuráðs dagsettri 12. mars 2025:

Lagt fram minnisblað frá forstöðumanni íþróttamála þar sem óskað var eftir fjármagni til að kosta framkvæmdir vegna endurnýjunar gólfefna, lýsingar og hljóðvistar í æfingaaðstöðu í kjallara Íþróttahallarinnar.

Áheyrnarfulltrúi: Bjarki Orrason fulltrúi ungmennaráðs.

Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir framlagða beiðni og vísar henni áfram til bæjarráðs.

Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs og Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framkvæmdina og felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að útbúa viðauka.