Norðurorka - verðskrárbreytingar í vatns- og fráveitu

Málsnúmer 2024111165

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3871. fundur - 28.11.2024

Tilkynning um ákvörðun stjórnar Norðurorku hf. um verðskrárbreytingar sem ráðgert er að taki gildi 1. janúar 2025.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir gjaldskrárbreytingar Norðurorku á vatns- og fráveitugjaldi fyrir sitt leyti og vísar þeim til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn - 3554. fundur - 03.12.2024

Liður 4 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 28. nóvember 2024:


Tilkynning um ákvörðun stjórnar Norðurorku hf. um verðskrárbreytingar sem ráðgert er að taki gildi 1. janúar 2025.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.


Bæjarráð samþykkir gjaldskrárbreytingar Norðurorku á vatns- og fráveitugjaldi fyrir sitt leyti og vísar þeim til afgreiðslu bæjarstjórnar.


Hlynur Jóhannsson kynnti.
Bæjarstjórn staðfestir framlagðar gjaldskrárbreytingar Norðurorku með 11 samhljóða atkvæðum.