Liður 7 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 28. nóvember 2024:
Lögð fram tillaga að gjaldskrám Akureyrarbæjar 2025.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum framlagða tillögu að gjaldskrám Akureyrarbæjar fyrir árið 2025 með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum og vísar þeim til afgreiðslu í bæjarstjórn.
Hilda Jana Gísladóttir S-lista og Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista sitja hjá.
Heimir Örn Árnason kynnti.
Til máls tóku Hilda Jana Gísladóttir, Jón Hjaltason, Sunna Hlín Jóhannesdóttir, Heimir Örn Árnason og Andri Teitsson.
Hilda Jana Gísladóttir S-lista og Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista sitja hjá.