Gjaldskrár Akureyrarbæjar 2025

Málsnúmer 2024111112

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3871. fundur - 28.11.2024

Lögð fram tillaga að gjaldskrám Akureyrarbæjar 2025.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum framlagða tillögu að gjaldskrám Akureyrarbæjar fyrir árið 2025 með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum og vísar þeim til afgreiðslu í bæjarstjórn.


Hilda Jana Gísladóttir S-lista og Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista sitja hjá.

Bæjarstjórn - 3554. fundur - 03.12.2024

Liður 7 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 28. nóvember 2024:


Lögð fram tillaga að gjaldskrám Akureyrarbæjar 2025.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.


Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum framlagða tillögu að gjaldskrám Akureyrarbæjar fyrir árið 2025 með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum og vísar þeim til afgreiðslu í bæjarstjórn.


Hilda Jana Gísladóttir S-lista og Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista sitja hjá.


Heimir Örn Árnason kynnti.


Til máls tóku Hilda Jana Gísladóttir, Jón Hjaltason, Sunna Hlín Jóhannesdóttir, Heimir Örn Árnason og Andri Teitsson.
Bæjarstjórn samþykkir framlagðar gjaldskrár Akureyrarbæjar með sjö samhljóða atkvæðum.


Hilda Jana Gísladóttir S-lista, Ásrún Ýr Gestsdóttir V-lista, Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista og Sverre Andreas Jakobsson B-lista sitja hjá.


Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista, Sverre Andreas Jakobsson B-lista og Ásrún Ýr Gestsdóttir V-lista óska bókað:

Af ýmsum ástæðum hefur kostnaður við leikskólastigið vaxið gríðarlega á síðustu árum sem hefur meðal annars orðið til þess að alls konar útfærslur eru nú á gjaldskrám leikskóla og vistunartíma. Í einhverjum tilvikum til að koma til móts við mönnunarvanda, vinnustyttingu og vegna aukins álags við að taka inn 12 mánaða börn. Þetta hefur minnkað álag á leikskólum en eðlilega skapað alls konar umræðu um jafnræði, jafnrétti og þjónustustig.

Langbest væri fyrir alla aðila, og ekki síst börnin sjálf, að fæðingarorlofið verði lengt og minnka þannig álagið. Eins ætti að viðurkenna leikskólann sem fyrsta skólastigið frá 4 ára aldri og gera hann gjaldfrjálsan fyrir þann hóp. Ekki bjóða upp á gjaldskrá sem mismunar fólki eftir aðstæðum þeirra. Við samþykkjum allar gjaldskrár nema gjaldskrá leikskóla.


Hilda Jana Gísladóttir S-lista óskar bókað:

Lækka hefði átt gjöld á vistunartíma barna í 8 og 8,5 tíma, en þau eru mun hærri en hjá flestum sveitarfélögum. Sem dæmi má nefna að á meðan 8,5 tímar með fullu fæði kosta á næsta ári 49.755 krónur hjá Akureyrarbæ, kostar sambærileg þjónusta 38.915 krónur í Eyjafjarðarsveit. Þá hefði átt að lækka gjaldskrá fyrir heimsendan mat félagsþjónustunnar og mat í félagsmiðstöðvum Sölku og Birtu, en maturinn er mun dýrari hér en víða annars staðar. Sem dæmi má nefna að heimsendur matur félagsþjónustunnar á Akureyri mun á næsta ári kosta 1640 kr., en hann kostaði 1194 kr. hjá Reykjavíkurborg á þessu ári. Sömu sögu er að segja með verð á mat í félagsmiðstöðvum, á Akureyri kostar hann á næsta ári 1550 kr. en 1020 fyrir eldri borgara og öryrkja í félagsmiðstöðvum Reykjavíkurborgar. Þá eru gjaldskrárhækkanir Listasafnsins ekki í samræmi við almennar gjaldskrárhækkanir Akureyrarbæjar, þar sem aðgangseyrir fyrir eldri borgara og námsmenn hækkar um 9,1% og árskort um 12,1%. Ekki hefur komið fram neinn rökstuðningur á þessu fráviki og því erfitt að meta þá hækkun.