Liður 2 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 28. nóvember 2024:
Drög að Sóknaráætlun Norðurlands eystra 2025-2029 eru hér með send til umfjöllunar í sveitarstjórn og er óskað eftir því að athugasemdir eða ábendingar berist til SSNE í síðasta lagi 6. desember næstkomandi. Gert er ráð fyrir að boðað verði til rafræns aukaþings SSNE fyrir jól þar sem Sóknaráætlun Norðurlands eystra 2025-2029 yrði samþykkt endanlega.
Albertína Friðbjörg Elíasdóttir framkvæmdastjóri SSNE og Elva Gunnlaugsdóttir verkefnastjóri SSNE sátu fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð vísar drögum að sóknaráætlun til umræðu í bæjarstjórn.
Lára Halldóra Eiríksdóttir kynnti.
Til máls tóku Sunna Hlín Jóhannesdóttir, Hlynur Jóhannsson, Andri Teitsson, Jón Hjaltason, Ásrún Ýr Gestsdóttir, Lára Halldóra Eiríksdóttir og Hilda Jana Gísladóttir.
Þá lagði Hlynur Jóhannsson fram svofellda tillögu:
Bæjarstjórn Akureyrar óskar eftir að SSNE taki upp kafla um samgöngur og innviði í sóknaráætluninni.
Þá tóku til máls Sunna Hlín Jóhannesdóttir, Halla Björk Reynisdóttir og Lára Halldóra Eiríksdóttir.
Þá tók Hlynur Jóhannsson aftur til máls og gerði svofellda breytingu á tillögu sinni:
Bæjarstjórn Akureyrar óskar eftir því við stjórn SSNE að stefna um samgöngur og innviði í sóknaráætluninni verði tekin til umræðu á ársþingi SSNE í apríl 2025.