Háskólasvæði - umsókn um skipulag

Málsnúmer 2024101385

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 434. fundur - 13.11.2024

Erindi dagsett 31. október 2024 þar sem að Hildur Steinþórsdóttir fh. FÉSTA leggur fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi Háskólans á Akureyri til samræmis við niðurstöður samkeppni um uppbyggingu á stúdentagörðum. Í breytingunni er gert ráð fyrir að byggingarmagn lóðar D hækki úr 5.200 fm í 7.400 fm og að byggingar verði þrjár í stað tveggja. Þá er einnig gert ráð fyrir að fjöldi bílastæða miði við 1 bílastæði á hverjar 5 íbúðaeiningar.


Er jafnframt óskað eftir því að lóðagjöld verði reiknuð út frá byggðum fermetrum en ekki út frá hámarksbyggingarmagni lóða.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að deiliskipulagi og að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.


Afgreiðslu varðandi ósk um að gjaldtaka miðist við byggða fermetra en ekki hámarksbyggingarmagn er frestað.

Bæjarstjórn - 3553. fundur - 19.11.2024

Liður 3 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 13. nóvember 2024:

Erindi dagsett 31. október 2024 þar sem að Hildur Steinþórsdóttir fh. FÉSTA leggur fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi Háskólans á Akureyri til samræmis við niðurstöður samkeppni um uppbyggingu á stúdentagörðum. Í breytingunni er gert ráð fyrir að byggingarmagn lóðar D hækki úr 5.200 fm í 7.400 fm og að byggingar verði þrjár í stað tveggja. Þá er einnig gert ráð fyrir að fjöldi bílastæða miði við 1 bílastæði á hverjar 5 íbúðaeiningar.

Er jafnframt óskað eftir því að lóðagjöld verði reiknuð út frá byggðum fermetrum en ekki út frá hámarksbyggingarmagni lóða.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að deiliskipulagi og að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Afgreiðslu varðandi ósk um að gjaldtaka miðist við byggða fermetra en ekki hámarksbyggingarmagn er frestað.

Hulda Elma Eysteinsdóttir kynnti.

Til máls tóku Andri Teitsson og Jón Hjaltason.
Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu að deiliskipulagi og að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsráð - 438. fundur - 29.01.2025

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Háskólans vegna uppbyggingar á stúdentagörðum lögð fram að lokinni auglýsingu. Fyrir liggja nýjar umsagnir frá umhverfis- og mannvirkjasviði Akureyrarbæjar og Minjastofnun Íslands auk viðbragða umsækjanda við efni umsagna.
Afgreiðslu frestað og skipulagsfulltrúa falið að eiga samráð við umhverfis- og mannvirkjasvið og skipulagsráðgjafa um framhald málsins.



Skipulagsráð - 439. fundur - 12.02.2025

Lögð fram að nýju tillaga að breytingu á deiliskipulagi Háskólans vegna uppbyggingar á stúdentagörðum eftir samráð við umhverfis- og mannvirkjasvið Akureyrarbæjar. Er tillagan lögð fram með minniháttar breytingum á afmörkun lóða og útfærslu göngustíga til að koma til móts við umsögn umhverfis- og mannvirkjasviðs.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt með tilgreindum breytingum eftir auglýsingu.

Bæjarstjórn - 3558. fundur - 18.02.2025

Liður 4 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 12. febrúar 2025:

Lögð fram að nýju tillaga að breytingu á deiliskipulagi Háskólans vegna uppbyggingar á stúdentagörðum eftir samráð við umhverfis- og mannvirkjasvið Akureyrarbæjar. Er tillagan lögð fram með minniháttar breytingum á afmörkun lóða og útfærslu göngustíga til að koma til móts við umsögn umhverfis- og mannvirkjasviðs.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt með tilgreindum breytingum eftir auglýsingu.

Hulda Elma Eysteinsdóttir kynnti.

Jón Hjaltason tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir deiliskipulagsbreytinguna með tilgreindum breytingum eftir auglýsingu með 11 samhljóða atkvæðum.

Skipulagsráð - 441. fundur - 12.03.2025

Á fundi bæjarstjórnar þann 18. febrúar 2025 var samþykkt breyting á deiliskipulagi Háskólans á Akureyri vegna uppbyggingar á stúdentagörðum. Nú hefur komið í ljós að það vantar aðeins upp á hámarks byggingarmagn á lóð merktri D, þ.e. það þyrfti að vera 7.025 fm í stað 6.950 fm eins og fram kom í áður samþykktum gögnum. Eru lagfærð gögn lögð fram til afgreiðslu.
Skipulagsráð samþykkir lagfærða tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Að mati skipulagsráðs er um óverulega breytingu að ræða skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og er ekki talin þörf á grenndarkynningu.