Háskólinn á Akureyri - starfsemi

Málsnúmer 2024101093

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3869. fundur - 14.11.2024

Áslaug Ásgeirsdóttir rektor Háskólans á Akureyri kynnti starfsemi háskólans.
Bæjarráð þakkar Áslaugu Ásgeirsdóttur fyrir komuna.

Bæjarstjórn - 3561. fundur - 01.04.2025

Rætt um Háskólann á Akureyri og mikilvægi stofnunarinnar fyrir sveitarfélagið.


Málshefjandi er Halla Björk Reynisdóttir.


Til máls tók Jón Hjaltason.
Bæjarstjórn telur að Háskólinn á Akureyri sé burðarás í samfélagi Norðurlands. Með víðtæku framboði á námi og staðbundinni þekkingarsköpun styður hann við byggðaþróun, jafnræði í menntun og nýsköpun á svæðinu. Skólinn hefur reynst lykill að því að halda ungu fólki í heimabyggð, laða að nýja íbúa og skapa fjölbreyttari atvinnumöguleika. Í ljósi umræðu um mögulega sameiningu við Háskólann á Bifröst er mikilvægt að tryggja að Háskólinn á Akureyri haldi framangreindri sérstöðu sinni og styrk svo að hann geti áfram verið drifkraftur menntunar, rannsókna og samfélagsþróunar á Norðurlandi.