Okkar heimur góðgerðarsamtök - styrkbeiðni til velferðarráðs

Málsnúmer 2024101030

Vakta málsnúmer

Velferðarráð - 1395. fundur - 27.11.2024

Okkar heimur góðgerðarsamtök sem stuðla að vitundarvakningu um geðrænan vanda sækja um styrk að upphæð kr. 400.000


Velferðarráð frestar afgreiðslu og óskar eftir frekari upplýsingum.

Velferðarráð - 1397. fundur - 08.01.2025

Á fundi velferðarráðs 27. nóvember 2024 var afgreiðslu styrkbeiðnar frestað og óskað eftir frekari upplýsingum.

Aðstandendum verkefnisins var boðið að koma á fund ráðsins. Sigríður Gísladóttir og Elísabet Ýrr Steindórsdóttir frá Okkar heimi sátu fundinn undir þessum lið og kynntu verkefnið.
Velferðarráð þakkar góða kynningu á verkefninu. Velferðarráð er tilbúið að styrkja verkefnið um kr. 400. 000 með þeim fyrirvara að fyrir liggi að verkefnið sé að fullu fjármagnað og ljóst að það fari af stað.