Plastiðjan Bjarg-Iðjulundur - breytingar á starfsemi

Málsnúmer 2024100716

Vakta málsnúmer

Velferðarráð - 1393. fundur - 23.10.2024

Lagt fram minnisblað dagsett 23. október 2024 þar sem lagðar eru til ákveðnar breytingar á starfsemi Plastiðjunnar Bjargs-Iðjulundar.

Svanborg Bobba Guðgeirsdóttir forstöðumaður sat fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð vísar umræðu um málið til samráðshóps um málefni fatlaðs fólks.

Samráðshópur um málefni fatlaðs fólks - 10. fundur - 29.10.2024

Lagt var fram minnisblað dags. 23. október 2024 í velferðarráði þar sem lagðar eru til ákveðnar breytingar á starfsemi Plastiðjunnar Bjargs-Iðjulundar.

Velferðarráð bókaði eftirfarandi:

Velferðarráð vísar umræðu um málið til samráðshóps um málefni fatlaðs fólks.

Svanborg Bobba Guðgeirsdóttir forstöðumaður sat fundinn undir þessum lið.
Samráðshópurinn styður þau áform PBI að auka hlut fagfólks í starfsmannahópnum til að geta mætt þörfum þess hóps sem nú er á Plastiðjunni. Ákveðið að fara í heimsókn á PBI og að fá Vinnumálastofnun í heimsókn á næsta fund til að ræða atvinnumál fatlaðs fólks.