Húsnæðisáætlun Akureyrarbæjar 2025

Málsnúmer 2024100417

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 434. fundur - 13.11.2024

Lögð fram fyrstu drög að endurskoðun húsnæðisáætlunar fyrir Akureyrarbæ.

Skipulagsráð - 435. fundur - 27.11.2024

Lögð fram uppfærð drög að endurskoðun húsnæðisáætlunar fyrir Akureyrarbæ.


Afgreiðslu frestað til næsta fundar skipulagsráðs.

Skipulagsráð - 436. fundur - 11.12.2024

Lögð fram tillaga að endurskoðun húsnæðisáætlunar fyrir Akureyrarbæ, sem gildir fyrir tímabilið 2024-2034.

Skipulagsráð frestar afgreiðslu og felur skipulagsfulltrúa að óska eftir umsögn umhverfis- og mannvirkjaráðs, Norðurorku, velferðarsviðs og fræðslu- og lýðheilsusviðs um drögin.

Skipulagsráð - 438. fundur - 29.01.2025

Lögð fram að nýju tillaga að endurskoðun húsnæðisáætlunar fyrir Akureyrarbæ, sem gildir fyrir tímabilið 2024-2034.
Skipulagráð samþykkir húsnæðisáætlun fyrir Akureyrarbæ, sem gildir fyrir tímabilið 2024-2034, með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum og vísar málinu til bæjarstjórnar.


Jón Hjaltason óflokksbundinn situr hjá við afgreiðslu erindisins.

Bæjarstjórn - 3557. fundur - 04.02.2025

Liður 7 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 29. janúar 2025:

Lögð fram að nýju tillaga að endurskoðun húsnæðisáætlunar fyrir Akureyrarbæ, sem gildir fyrir tímabilið 2024-2034.

Skipulagráð samþykkir húsnæðisáætlun fyrir Akureyrarbæ, sem gildir fyrir tímabilið 2024-2034, með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum og vísar málinu til bæjarstjórnar. Jón Hjaltason óflokksbundinn situr hjá við afgreiðslu erindisins.

Halla Björk Reynisdóttir kynnti.

Til máls tóku Jón Hjaltason, Gunnar Már Gunnarsson, Sunna Hlín Jóhannesdóttir, Hilda Jana Gísladóttir, Hulda Elma Eysteinsdóttir, Andri Teitsson, Halla Björk Reynisdóttir og Ásrún Ýr Gestsdóttir.

Bæjarstjórn samþykkir endurskoðaða húsnæðisáætlun fyrir Akureyrarbæ með 10 atkvæðum.


Jón Hjaltason óflokksbundinn situr hjá.


Sunna Hlín Jóhannesdóttir og Gunnar Már Gunnarsson B-lista óska bóka:

Samkvæmt húsnæðisáætlun 2025 er vænt framboð íbúða árið 2025 um 120 íbúðir, um 50 árið 2026 og rétt undir 100 árið 2027. Miðspá gerir ráð fyrir þörf upp á 197 íbúðir á ári. Við erum ekki einu sinni nálægt því að ná þeim markmiðum á næstu árum. Til að þær áætlanir um lóðaframboð sem settar eru fram í húsnæðisáætlun standist er mikilvægt að hraða skipulagsvinnu, vinna upp lager af íbúðalóðum og viðhafa virkt eftirlit með framkvæmdum á nýjum hverfum svo ekki komi til seinkana. Þannig komum við okkur upp úr þeirri lægð sem hefur myndast á húsnæðismarkaðinum á þessu kjörtímabili.