Þórssvæði - umsókn um skipulag

Málsnúmer 2024100096

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 432. fundur - 09.10.2024

Erindi dagsett 2. október 2024 þar sem að Arnþór Tryggvason fh. umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar óskar eftir deiliskipulagsbreytingu fyrir íþróttasvæði Þórs.

Breytingin felur í sér að gert sé ráð fyrir upphituðum gervigrasvelli með 23 metra háum ljósamöstrum auk þess sem afmarkaður er byggingarreitur fyrir stúku.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi Þórssvæðis, með þeim fyrirvara að bætt verði við stíg austan við stúkuna skv. gildandi stígaskipulagi, og að breytingin verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn - 3552. fundur - 29.10.2024

Liður 5 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 9. október 2024:

Erindi dagsett 2. október 2024 þar sem að Arnþór Tryggvason fh. umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar óskar eftir deiliskipulagsbreytingu fyrir íþróttasvæði Þórs.

Breytingin felur í sér að gert sé ráð fyrir upphituðum gervigrasvelli með 23 metra háum ljósamöstrum auk þess sem afmarkaður er byggingarreitur fyrir stúku.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi Þórssvæðis, með þeim fyrirvara að bætt verði við stíg austan við stúkuna skv. gildandi stígaskipulagi, og að breytingin verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Fyrir fundi bæjarstjórnar liggja uppfærð gögn til samræmis við bókun skipulagsráðs.

Hulda Elma Eysteinsdóttir kynnti.
Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi Þórssvæðis með 11 samhljóða atkvæðum og að breytingin verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsráð - 437. fundur - 15.01.2025

Auglýsingu tillögu að endurskoðun deiliskipulags íþróttasvæðis Þórs á Akureyri lauk þann 19. desember 2024. Ein athugasemd barst við auglýsta tillögu ásamt umsögnum frá Minjastofnun Íslands og Norðurorku. Umsögn umhverfis- og mannvirkjasviðs um efni athugasemdar er lögð fram.

Skipulagsráð frestar afgreiðslu og felur skipulagsfulltrúa að vinna að umsögn um efni fyrirliggjandi athugasemdar í samráði við umhverfis- og mannvirkjasvið.

Skipulagsráð - 438. fundur - 29.01.2025

Lögð fram að lokinni auglýsingu tillaga að endurskoðun deiliskipulags íþróttasvæðis Þórs. Ein athugasemd barst við auglýsta tillögu á kynningartíma ásamt umsögnum frá Minjastofnun Íslands og Norðurorku. Er tillagan lögð fram með nokkrum breytingum til að koma til móts við innkomna athugasemd auk þess sem bætt hefur verið við tveimur byggingarreitum vestan við fyrirhugaðan völl þar sem gert er ráð fyrir gámum í tengslum við upptökur og byggingarreit við norðvesturhluta vallarins fyrir hálfniðurgrafið tæknirými og snyrtingar.


Er jafnframt lögð fram tillaga að umsögn um efni athugasemdar.
Í upphafi þessa dagskrárliðar vakti Jóhann Jónsson S-lista á því athygli að hann teldi sig vanhæfan að fjalla um þennan lið.

Með vísan til 7. mgr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 var meint vanhæfi lagt upp til atkvæða fyrir skipulagsráð og var það samþykkt.

Jóhann Jónsson S-lista vék af fundi undir þessum lið.


Skipulagsráð telur mikilvægt að bætt verði kafla í ljósvistarskipulag Akureyrarbæjar um lýsingu á keppnisvöllum og verði birt á heimasíðu Akureyrarbæjar. Ráðið samþykkir umsögn um innkomna athugasemd og leggur til við bæjarstjórn að endurskoðun deiliskipulags íþróttasvæðis verði samþykkt með tilgreindum breytingum eftir auglýsingu.

Bæjarstjórn - 3557. fundur - 04.02.2025

Liður 5 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 29. janúar 2025:

Lögð fram að lokinni auglýsingu tillaga að endurskoðun deiliskipulags íþróttasvæðis Þórs. Ein athugasemd barst við auglýsta tillögu á kynningartíma ásamt umsögnum frá Minjastofnun Íslands og Norðurorku. Er tillagan lögð fram með nokkrum breytingum til að koma til móts við innkomna athugasemd auk þess sem bætt hefur verið við tveimur byggingarreitum vestan við fyrirhugaðan völl þar sem gert er ráð fyrir gámum í tengslum við upptökur og byggingarreit við norðvesturhluta vallarins fyrir hálfniðurgrafið tæknirými og snyrtingar. Er jafnframt lögð fram tillaga að umsögn um efni athugasemdar.

Í upphafi þessa dagskrárliðar vakti Jóhann Jónsson S-lista á því athygli að hann teldi sig vanhæfan að fjalla um þennan lið. Með vísan til 7. mgr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 var meint vanhæfi lagt upp til atkvæða fyrir skipulagsráð og var það samþykkt. Jóhann Jónsson S-lista vék af fundi undir þessum lið. Skipulagsráð telur mikilvægt að bætt verði kafla í ljósvistarskipulag Akureyrarbæjar um lýsingu á keppnisvöllum og verði birt á heimasíðu Akureyrarbæjar. Ráðið samþykkir umsögn um innkomna athugasemd og leggur til við bæjarstjórn að endurskoðun deiliskipulags íþróttasvæðis verði samþykkt með tilgreindum breytingum eftir auglýsingu.

Andri Teitsson kynnti.

Til máls tóku Sunna Hlín Jóhannsdóttir og Jón Hjaltason.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum endurskoðað deiliskipulag íþróttasvæðis Þórs með tilgreindum breytingum eftir auglýsingu. Bæjarstjórn samþykkir jafnframt umsögn um innkomna athugasemd.