Barnamenningarhátíð 2025

Málsnúmer 2024090963

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3862. fundur - 19.09.2024

Umræða um hvort leggja skuli til grundvallar sérstakar áherslur við mat á umsóknum í barnamenningarsjóð vegna hátíðarinnar á næsta ári.

Jafnframt er lögð fram tillaga að breytingu á dagsetningu í verklagsreglum Barnamenningarhátíðar, sem hér segir:

Í 7 gr. segir:

Í ágúst er hægt að nálgast rafræna umsókn í íbúagátt Akureyrarbæjar og er umsóknarfresturinn 10 vikur.

Lagt er til að þetta breytist í:

Í síðasta lagi þann 1. október verður opnað á rafræn umsóknareyðublöð í þjónustugátt Akureyrarbæjar og er umsóknarfresturinn 10 vikur.

Þórgnýr Dýrfjörð forstöðumaður atvinnu- og menningarmála og Elísabet Ögn Jóhannsdóttir verkefnastjóri menningarmála sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu að breytingu á verklagsreglum Barnamenningarhátíðar.

Ungmennaráð - 57. fundur - 04.12.2024

Kristín Sóley Björnsdóttir verkefnastjóri hjá Menningarfélagi Akureyrar (MAk) fór yfir skipulag Sumartóna 2025.

Ungmennaráð mun velja tónlistarfólk til að koma fram á Sumartónum. Sumartónar hafa yfirleitt farið fram sumardaginn fyrsta en búið er að leiga út Hamraborg sumardaginn fyrsta 2025. Ungmennaráð mun því einnig velja dagsetningu á Sumartónum 2025 í samráði við MAk.

Ungmennaráð - 58. fundur - 08.01.2025

Kristín Sóley Björnsdóttir verkefnastjóri hjá Menningarfélagi Akureyrar (MAk) fór yfir skipulag Sumartóna 2025. Ákveðið var að Sumartónar 2025 fara fram þriðjudaginn 8. apríl kl.17:30 í Hofi.

Bæjarráð - 3877. fundur - 23.01.2025

Tilnefning fulltrúa úr bæjarráði í fagráð Barnamenningarhátíðar á Akureyri, samkvæmt verklagsreglum um stuðning Akureyrarbæjar við viðburði á Barnamenningarhátíð. Bæjarráð skipar einn fulltrúa úr sínum röðum og einn fulltrúa með reynslu og þekkingu af menningarstarfi.


Í upphafi þessa dagskrárliðar vakti Hilda Jana Gísladóttir S-lista á því athygli að hún teldi sig vanhæfa að fjalla um þennan lið.

Með vísan til 7. mgr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 var meint vanhæfi lagt upp til atkvæða fyrir bæjarráð og var það samþykkt með fimm samhljóða atkvæðum.


Bæjarráð samþykkir að skipa Heimi Örn Árnason bæjarfulltrúa og Karólínu Baldvinsdóttur í fagráð Barnamenningarhátíðar.

Ungmennaráð - 59. fundur - 05.02.2025

Rætt var um Sumartóna 2025 sem haldnir verða í Hofi í apríl. Menningarfélagið óskaði eftir fulltrúum ungmennaráðs til þess að koma á fund og undirbúa val á tónlistarmanni. Bjarki, Leyla og París tóku að sér verkefnið.

Bæjarráð - 3880. fundur - 13.02.2025

Lagðar fram til umfjöllunar og afgreiðslu tillögur fagráðs Barnamenningarhátíðar um styrkveitingar til verkefna hátíðarinnar.

Þórgnýr Dýrfjörð forstöðumaður atvinnu- og menningarmála og Elísabet Ögn Jóhannsdóttir verkefnastjóri menningarmála sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagðar tillögur fagráðs Barnamenningarhátíðar um styrkveitingar til verkefna hátíðarinnar 2025.