Barnaverndarþjónusta á Norðurlandi eystra - samningar 2025

Málsnúmer 2024090421

Vakta málsnúmer

Velferðarráð - 1391. fundur - 11.09.2024

Barnaverndarþjónusta velferðarsviðs hefur frá 1. júní 2024 sinnt níu sveitarfélögum auk Akureyrar. Samningar gilda til 31. desember 2024 og hefja þarf samningagerð. Fundað var með sveitarfélögunum 6. september sl. og lýstu þau öll yfir áhuga á því að halda þessu samstarfi áfram.

Breyta þarf m.a. heiti þjónustunnar sem er nú Barnaverndarþjónusta Eyjafjarðar í Barnaverndarþjónusta á Norðurlandi eystra.

Vilborg Þórarinsdóttir forstöðumaður sat fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð lýsir yfir ánægju með að barnaverndarþjónustan á velferðarsviði haldi áfram að sinna barnaverndarþjónustu á Norðurlandi eystra og telur nýtt nafn, Barnaverndarþjónusta Norðurlands eystra, vel við hæfi.

Velferðarráð - 1395. fundur - 27.11.2024

Lagður fram til samþykktar samningur um barnaverndarþjónustu á Norðurlandi eystra. Halldóra K. Hauksdóttir lögmaður og Vilborg Þórarinsdóttir forstöðumaður sátu fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti og vísar honum til bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn - 3554. fundur - 03.12.2024

Liður 4 í fundargerð velferðarráðs frá 27. nóvember 2024:

Lagður fram til samþykktar samningur um barnaverndarþjónustu á Norðurlandi eystra. Halldóra K. Hauksdóttir lögmaður og Vilborg Þórarinsdóttir forstöðumaður sátu fundinn undir þessum lið.

Velferðarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti og vísar honum til bæjarstjórnar.


Hulda Elma Eysteinsdóttir kynnti.
Bæjarstjórn samþykkir framlagðan samning um barnaverndarþjónustu á Norðurlandi eystra með 11 samhljóða atkvæðum og vísar honum til seinni umræðu í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn - 3555. fundur - 17.12.2024

Liður 9 í fundargerð bæjarstjórnar dagsettri 3. desember 2024:

Liður 4 í fundargerð velferðarráðs frá 27. nóvember 2024:

Lagður fram til samþykktar samningur um barnaverndarþjónustu á Norðurlandi eystra. Halldóra K. Hauksdóttir lögmaður og Vilborg Þórarinsdóttir forstöðumaður sátu fundinn undir þessum lið.

Velferðarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti og vísar honum til bæjarstjórnar.

Hulda Elma Eysteinsdóttir kynnti.

Bæjarstjórn samþykkir framlagðan samning um barnaverndarþjónustu á Norðurlandi eystra með 11 samhljóða atkvæðum og vísar honum til seinni umræðu í bæjarstjórn.

Hulda Elma Eysteinsdóttir kynnti.
Bæjarstjórn samþykkir samninginn með 11 samhljóða atkvæðum og felur lögfræðingi velferðarsviðs að senda samninginn til staðfestingar ráðherra.