Jóninnuhagi 1 - fyrirspurn varðandi skipulagsmál

Málsnúmer 2024070748

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 427. fundur - 10.07.2024

Erindi dagsett 5. júlí 2024 þar sem að Björn Ómar Sigurðarson fh. BB byggingar ehf. óskar eftir á fá að breyta umferðareyju austan við Jóninnuhaga 1 í bílastæði.
Skipulagsráð tekur jákvætt í erindið og heimilar umsækjanda að leggja fram deiliskipulagsbreytingu.

Skipulagsráð - 437. fundur - 15.01.2025

Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Hagahverfis til samræmis við bókun skipulagsráðs frá 10. júlí 2024. Í breytingunni felst að bílastæðum við Jóninnuhaga norðanverðan fjölgar um 4.
Meirihluti skipulagsráðs samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi til samræmis við erindið. Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skal hún grenndarkynnt skv. 44. gr. laganna. Grenndarkynnt skal fyrir lóðarhöfum Jóninnuhaga 1, Kjarnagötu 65 og Halldóruhaga 2a.


Helgi Sveinbjörn Jóhannsson M-lista situr hjá við afgreiðslu.