European City Facility - styrkur til þróunar á fjárfestingum í orkuskiptum

Málsnúmer 2024051764

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 163. fundur - 04.06.2024

Kynntur styrkur sem Akureyrarbær fékk frá European City Facility til þróunar á fjárfestingum í orkuskiptum.

Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri umhverfismála og Ísak Már Jóhannesson verkefnastjóri úrgangs- og loftlagsmála sátu fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð fagnar því að Akureyrarbær hafi fengið umræddan styrk til þróunar á fjárfestingum í orkuskiptum, í samvinnu við Vistorku, Eim og Líforkuver ehf.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 182. fundur - 01.04.2025

Karen M. Kristjánsdóttir, Head of Energy & Sustainability hjá Eim, mætti á fundinn og kynnti verkefni í tengslum við styrk sem Akureyrarbær hefur hlotið úr European City Facility sjóðnum.

Jón Birgir Gunnlaugsson forstöðumaður umhverfis- og sorpdeildar, Katla Eiríksdóttir verkefnastjóri úrgangs- og loftslagsmála og Ísak Már Jóhannesson verkefnastjóri úrgangs- og loftslagsmála sátu fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð þakkar kynninguna.