Samræmdar símareglur í grunnskólum Akureyrarbæjar - símafrí

Málsnúmer 2024051218

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 53. fundur - 27.05.2024

Kristín Jóhannesdóttir sviðsstjóri fræðslu- og lýðheilsusviðs kynnti gögn vegna símafrís sem tekur gildi í grunnskólum Akureyrarbæjar í ágúst 2024. Jafnframt kynnti hún minnisblað þar sem óskað er eftir viðauka til að kaupa skápa í nokkra grunnskóla til að nemendur geti sett síma sína í læsta skápa og ósk um fjármagn til að fjárfesta í afþreyingarmöguleikum fyrir nemendur.


Áheyrnarfulltrúar: Anna Lilja Sævarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Pollý Rósa Brynjólfsdóttir fulltrúi grunnskólakennara, Helga Jónasdóttir fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Alexía María Gestsdóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna, Jóhanna María Agnarsdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Harpa Hjartardóttir fulltrúi leikskólakennara og París Anna Bergmann Elvarsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.

Fræðslu- og lýðheilsuráð fagnar niðurstöðum starfshópsins og vísar viðaukabeiðni til annarrar umræðu.

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 54. fundur - 10.06.2024

Önnur umræða um viðaukabeiðni til kaupa á skápum og afþreyingarefni vegna samræmdra símareglna í grunnskólum Akureyrarbæjar.


Áheyrnarfulltrúar: Helena Kristín Gunnarsdóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna, Helga Jónasdóttir fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Anna Lilja Sævarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Sóley Kjerúlf Svansdóttir fulltrúi leikskólakennara og París Anna Bergmann Elvarsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir að óska eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2024 að fjárhæð kr. 4.000.000 vegna málsins. Málinu er vísað til bæjarráðs.

Bæjarráð - 3853. fundur - 20.06.2024

Liður 4 í fundargerð fræðslu- og lýðheilsuráðs dagsettri 10. júní 2024:

Önnur umræða um viðaukabeiðni til kaupa á skápum og afþreyingarefni vegna samræmdra símareglna í grunnskólum Akureyrarbæjar.

Áheyrnarfulltrúar: Helena Kristín Gunnarsdóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna, Helga Jónasdóttir fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Anna Lilja Sævarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Sóley Kjerúlf Svansdóttir fulltrúi leikskólakennara og París Anna Bergmann Elvarsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.

Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir að óska eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2024 að fjárhæð kr. 4.000.000 vegna málsins. Málinu er vísað til bæjarráðs.

Kristín Jóhannesdóttir sviðsstjóri fræðslu- og lýðheilsusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Meirihluti bæjarráðs samþykkir að gerður verði viðauki við fjárhagsáætlun ársins 2024 vegna málsins og felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að vinna viðaukann.


Hilda Jana Gísladóttir S-lista situr hjá við afgreiðslu.

Ungmennaráð - 61. fundur - 25.03.2025

Rebekka Rut Birgisdóttir fjallaði um símareglurnar sem settar voru í skólum bæjarins og hvernig gengur að fara eftir þeim. Misjafnt er eftir skólum hvort og hvernig reglum um síma er fylgt. Sumir kennarar fylgja ekki símareglum sjálfir og það er ósanngjarnt að ætlast sé til þess að nemendur leggi frá sér símana þegar kennarar eru sjálfir í símanum í kennslustund. Reglurnar þurfa að vera skýrari og sanngjarnari og samræma þarf framkvæmd í öllum skólunum.


Heimir Örn Árnason bæjarfulltrúi brást við f.h. bæjarstjórnar og þakkaði fyrir afar góða yfirferð. Þetta eru ekki gallalausar reglur og tók ungmennaráðsfulltrúi þátt í því að móta reglurnar. Þau sem komu að mótun reglnanna töldu að það gæti tekið um 3-4 ár fyrir reglurnar að fara að virka. Kennarar og starfsfólk skóla eru almennt ánægðir með símafrí og sjá breytingu í hegðun nemenda. Hann taldi að eftir 3-4 ár verði sveitarfélagið mjög ánægt með þessar reglur. Þessar reglur hafa vakið jákvæða athygli.


Til máls tók París Anna Bergmann Elvarsdóttir og sagði að það þyrfti að bregðast strax við umkvörtunum nemenda um að kennarar teldu sig þurfa að fylgja öðrum reglum. Hvernig er verið að meta þetta símafrí og hvernig er lagt mat á þær upplýsingar sem fengnar eru. Það ætti að spyrja nemendur hvernig þau eru að upplifa reglur um símafrí.


Til máls tók Heimir Örn Árnason bæjarfulltrúi og sagði að hann vonaði að tekið væri á því að kennarar og stuðningsfulltrúar væru í símanum þegar þau eiga ekki að vera í símanum.


Til máls tók Sunna Hlín Jóhannesdóttir bæjarfulltrúi. Sagði að það væri glatað að kennarar og starfsfólk væri ekki að fylgja þessum reglum og mikilvægt að kennarar sýni gott fordæmi.