Hafnarstræti 19 - fyrirspurn til skipulagsfulltrúa

Málsnúmer 2024031340

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 432. fundur - 09.10.2024

Erindi dagsett 25. mars 2024 þar sem Ragnar Freyr Guðmundsson f.h. Innbæjar ehf. sækir um byggingaráform og byggingarleyfi fyrir stækkun á byggingarreit og byggingu á svölum á húsi nr. 19 við Hafnarstræti. Innkomin gögn eftir Ragnar Frey Guðmundsson.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu þar til fyrir liggja viðbrögð umsækjanda við umsögn Minjastofnunar.

Skipulagsráð - 437. fundur - 15.01.2025

Erindi dagsett 25. mars 2024 þar sem Ragnar Freyr Guðmundsson fh. Innbæjar ehf. sækir um byggingaráform og byggingarleyfi fyrir stækkun á byggingarreit og byggingu á svölum á húsi nr. 19 við Hafnarstræti. Innkomin gögn eftir Ragnar Frey Guðmundsson.

Málið var tekið fyrir á 432. fundi skipulagsráðs þar sem því var frestað þangað til að umsögn Minjastofnunar lægi fyrir. Fyrir liggur umsögn Minjastofnunar ásamt lagfærðum updráttum.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við fyrirliggjandi byggingaráform. Að mati ráðsins er um svo óverulegt frávik frá deiliskipulagi að ræða að hagsmunir nágranna skerðast í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn og er því ekki þörf á að gera breytingu á deiliskipulagi sbr. ákvæði 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.