Frumvarp til laga um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga, 478. mál.

Málsnúmer 2023110686

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3828. fundur - 23.11.2023

Lagt fram erindi dagsett 16. nóvember 2023 frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga, 478. mál 2023

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 30. nóvember nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.

Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/154/s/0526.html

Bæjarráð - 3882. fundur - 27.02.2025

Lagt fram erindi dagsett 21. febrúar 2025 þar sem tilkynnt er að frestur til að veita umsögn um drög að frumvarpi um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga hefur verið framlengdur til 5. mars næstkomandi. Frumvarpsdrögin eru að grunni til þau sömu og birt voru 2023. Athygli er þó vakin á því að ákvæði, sem hafði verið fellt brott frá fyrstu kynningu 2023 og felur í sér að það leiðir til lækkunar framlaga úr Jöfnunarsjóði ef sveitarfélag fullnýtir ekki heimild sína til álagningar útsvars, er nú aftur að finna í frumvarpsdrögunum sem kynnt eru.
Bæjarráð felur bæjarstjóra og sviðsstjóra fjársýslusviðs að senda inn umsögn um frumvarpsdrögin.