Svæðisskipulag Eyjafjarðar - endurskoðun

Málsnúmer 2023100237

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 410. fundur - 11.10.2023

Erindi svæðisskipulagsnefndar Eyjafjarðar dagsett 4. október 2023 þar sem óskað er eftir umræðu í skipulagsráði um endurskoðun og framtíð svæðisskipulags Eyjafjarðar.
Frestað til næsta fundar.

Skipulagsráð - 411. fundur - 25.10.2023

Erindi svæðisskipulagsnefndar Eyjafjarðar dagsett 4. október 2023 þar sem óskað er eftir umræðu í skipulagsráði um endurskoðun og framtíð svæðisskipulags Eyjafjarðar.

Málið var áður á dagskrá skipulagsráðs 11. október sl. og var afgreiðslu frestað.
Skipulagsráð leggur til að hafinn verði undirbúningur að endurskoðun svæðisskipulagsins til að tryggja samræmi þess við landsskipulagsstefnu sem nú er í vinnslu. Í þeirri vinnu verði sérstaklega tekið fyrir hlutverk og ábyrgð Akureyrarbæjar sem svæðisborgar í samræmi við skýrslu starfshóps um svæðisbundið hlutverk Akureyrar sem kom út í ágúst 2021. Jafnframt telur skipulagsráð æskilegt að skoðað verði hvort ekki megi sameina skipulagsembætti sveitarfélaganna.

Bæjarráð - 3883. fundur - 06.03.2025

Lagt fram erindi frá formanni skipulagsnefndar Eyjafjarðar um framtíðarfyrirkomulag skipulags- og byggingarmála.

Halla Björk Reynisdóttir bæjarfulltrúi og formaður skipulagsráðs og Pétur Ingi Haraldsson sviðsstjóri skipulagssviðs sátu fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð er reiðubúið til að standa að því með öðrum sveitarfélögum við Eyjafjörð að skoða þann kost að setja upp sameiginlega skrifstofu sem sér um vinnslu skipulags- og byggingamála fyrir öll sveitarfélög við Eyjafjörð. Í framhaldi þeirrar skoðunar verði svæðisskipulag svæðisins skoðað.