Liður 1 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 19. mars 2025:
Lögð fram tillaga að eigandastefnu Akureyrarbæjar vegna fyrirtækja í eigu bæjarins.
Helga Hlín Hákonardóttir ráðgjafi hjá Strategíu sat fund bæjarráðs undir þessum lið í gegnum fjarfundarbúnað.
Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu að eigandastefnu Akureyrarbæjar vegna fyrirtækja í eigu bæjarins og vísar málinu til umræðu og afgreiðslu í bæjarstjórn.
Bæjarráð leggur jafnframt til við bæjarstjórn að fela bæjarstjóra að útfæra aðgerðaáætlun skv. 3. gr. stefnunnar um innleiðingu hennar. Fyrirséð er meðal annars að breytingar á stjórn Norðurorku þarfnast undirbúnings og koma til innleiðingar á aðalfundi félagsins 2026.
Hlynur Jóhannsson kynnti.
Til máls tóku Hilda Jana Gísladóttir og Halla Björk Reynisdóttir.