Hrísey - deiliskipulag fyrir svæði ofan Norðurvegar

Málsnúmer 2023090672

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 422. fundur - 24.04.2024

Lögð fram tillaga að lýsingu deiliskipulags fyrir svæði ofan núverandi byggðar í Hrísey.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að lýsingin verði samþykkt og í kjölfarið kynnt í samræmi við 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn - 3545. fundur - 07.05.2024

Liður 5 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 24. apríl 2024:

Lögð fram tillaga að lýsingu deiliskipulags fyrir svæði ofan núverandi byggðar í Hrísey.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að lýsingin verði samþykkt og í kjölfarið kynnt í samræmi við 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Halla Björk Reynisdóttir kynnti.
Bæjarstjórn samþykkir skipulagslýsingu vegna deiliskipulags fyrir svæði ofan núverandi byggðar í Hrísey og að hún verði kynnt í samræmi við 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsráð - 442. fundur - 26.03.2025

Lýsing deiliskipulags fyrir svæði ofan núverandi byggðar í Hrísey lögð fram að lokinni kynningu skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ein ábending barst auk umsagna frá Minjastofnun, Norðurorku og Skipulagsstofnun.
Skipulagsráð samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að vinna að gerð tillögu að deiliskipulagi fyrir svæðið þar sem tekið verður tillit til fyrirliggjandi ábendinga og athugasemda.