Naustaborgir - umsókn um deiliskipulag fyrir grafreit

Málsnúmer 2022120138

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 394. fundur - 10.01.2023

Erindi dagsett 5. desember 2022 þar sem Smári Sigurðsson f.h. Kirkjugarða Akureyrar óskar eftir að unnið verði deiliskipulag fyrir fyrirhugaðan grafreit í Naustaborgum.

Meðfylgjandi er skýringarmynd.
Skipulagsráð þakkar fyrir erindið og vísar því til gerðar starfsáætlunar.
Fylgiskjöl:

Skipulagsráð - 439. fundur - 12.02.2025

Lögð fram til kynningar tillaga að útfærslu grafreitar á um 5,6 ha svæði í Naustaborgum.

Umrætt svæði liggur upp að svæði þar sem nú er gert ráð fyrir uppbyggingu íbúðarsvæðis, þ.e. svæði milli Kjarnagötu og Naustaborga.
Að mati skipulagsráðs er æskilegt að skipulag svæðis fyrir grafreit verði hluti af skipulagi fyrir nýtt íbúðarsvæði og hluta af útivistarsvæði Naustaborga. Er skipulagsfulltrúa falið að hefja vinnu við undirbúning að gerð deiliskipulags á þessu svæði til samræmis við breytingu á aðalskipulagi sem nú er í vinnslu og nýsamþykkta húsnæðisáætlun.