Gjaldskylda á bílastæðum í miðbænum

Málsnúmer 2022042710

Vakta málsnúmer

Öldungaráð - 20. fundur - 29.04.2022

Tekin hefur verið upp gjaldskylda á bílastæðum í miðbænum aftur. Innleiðing gjaldskyldunnar hefur verið töluvert í umræðunni hjá eldra fólki.
Öldungaráð lýsir yfir mikilli óánægju með að hafa ekki fengið þetta mál til umsagnar áður en það var afgreitt í bæjarstjórn. Margt eldra fólk er óöruggt og telur sér illa fært að greiða fyrir bílastæði við núverandi aðstæður. Öldungaráð hvetur til að leitað verði leiða til að að bæta úr þessari stöðu t.d. með fjölgun mæla og/eða að fólk geti sótt um sérstök bílastæðakort.

Öldungaráð - 45. fundur - 25.03.2025

Gjaldskylda á bílastæðum í miðbænum.
Eftirfarandi bókun var samþykkt vegna bílastæðamála:


Talið er að yfir 20% þeirra sem eru 67 ára og eldri séu ekki með snjallsíma. Sum þeirra sem eiga slíka síma nota þá aðeins sem síma, en eru ekki með nein öpp í símunum. Þessum einstaklingum er gert ókleift að leggja bifreið í miðbænum vegna gjaldtöku þar. Það er ekki löglegt að mismuna fólki eftir tæknikunnáttu frekar en öðru. Sú hugmynd hefur því komið upp að þessum einstaklingum verði gert kleift að leggja þar án gjaldtöku.


Hugsanlega er hægt að ákveða hvort viðkomandi eigi rétt á gjaldfrjálsu stæði eða ekki með því að skrá númer á bílum þeirra. Mögulega einnig spjald í glugga, þar sem kemur fram bílnúmer og að ökumaður sé undanþeginn gjaldskyldu. Sekta þyrfti fyrir hugsanlegri misnotkun.