Glerárlón - umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir hreinsun inntakslóna

Málsnúmer 2021090086

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 365. fundur - 15.09.2021

Erindi dagsett 2. september 2021 þar sem Franz Viðar Árnason fyrir hönd Fallorku ehf. sækir um framkvæmdaleyfi fyrir hreinsun inntakslóna við Glerárvirkjun. Í aðalskipulagi er svæðið merkt sem E1 og kemur fram að gert sé ráð fyrir að efnistaka sé u.þ.b. 2.000 rúmmetrar á ári.
Þar sem framkvæmdin er í samræmi við gildandi aðalskipulag samþykkir skipulagsráð útgáfu framkvæmdaleyfis til samræmis við innsent erindi. Er sett sem skilyrði að framkvæmdin verði í samræmi við 24. gr. lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarbæ, þar sem fram koma ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur.