- Þjónusta
- Menntun
- Samgöngur og slökkvilið
- Umhverfismál
- Skipulag og byggingarmál
- Framkvæmdir
- Tímabókanir
- Velferð og fjölskyldan
- Stjórnkerfi
- Bæjarstjórn
- Stjórnsýsla
- Akureyri
- Útboð
- Fjármál og tölfræði
- Fyrir fjölmiðla
- Sveitarstjórnarkosningar 2022
- Mannlíf
- Þjónustugátt
- Fréttir
- Persónuverndarstefna Akureyrarbæjar
Félagsmálaráð harmar að Barnaverndarstofa hefur nú hætt samstarfi við Akureyrarbæ um meðferð fyrir unglinga og fjölskyldur þeirra sem staðið hefur frá árinu 2009. Þessi þjónusta hefur falið í sér afar mikilvæga meðferð fyrir unglinga með hegðunarvandamál og fjölskyldur þeirra á Akureyri og nágrenni. Ráðið lýsir yfir áhyggjum sínum af þeirri skerðingu á þjónustu sem þessu fylgir. Jafnframt telur ráðið að rök skorti fyrir þeirri mismunun eftir búsetu sem þessu fylgir, þar sem Barnaverndarstofa býður nú fjölskyldum á höfuðborgarsvæðinu viðamikla þjónustu af þessu tagi, sk. MST-meðferð sem er sinnt af tveimur fimm manna sérfræðingateymum. Með því að Barnaverndarstofa endurnýi ekki samninginn við Akureyrarbæ verður þessi þjónusta ekki lengur í boði á Akureyri og í raun ekki á landsbyggðinni.