Öll í viðbragðsstöðu vegna veðurs
Spáð er afar slæmu veðri á morgun, sunnudaginn 9. október, og óttast er að sambærilegar aðstæður geti myndast á Akureyri og urðu 25. september sl. þegar sjór flæddi yfir hluta Oddeyrar og olli miklu tjóni. Vegna þessa hafa viðbragðsaðilar frá Norðurorku, Akureyrarbæ og Hafnarsamlagi Norðurlands gripið til ýmissa ráðstafana og aðgerðastjórn Almannavarnarnefndar Eyjafjarðar hefur verið virkjuð.
08.10.2022 - 16:57
Fréttir frá Akureyri
Lestrar 356