Fréttasafn

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Ritlistakeppni Ungskálda 2024 er hafin

Ritlistakeppni Ungskálda 2024 er hafin

Ritlistakeppni Ungskálda 2024 er hafin og frestur til að senda inn texta er til og með 31. október. Ungskáld er verkefni á Akureyri sem hefur það að markmiði að efla ritlist og skapandi hugsun hjá ungu fólki á aldrinum 16-25 ára. Verkefnið hófst árið 2013 og er það eina sinnar tegundar á landinu.
Lesa fréttina Ritlistakeppni Ungskálda 2024 er hafin
Frá viðburði á Listasafninu á Akureyri á Barnamenningarhátíð 2023

Opið fyrir umsóknir um styrki vegna Barnamenningarhátíðar 2025

Barnamenningarhátíð á Akureyri verður haldin í áttunda sinn í apríl 2025. Hægt er að sækja um styrki vegna verkefna eða viðburða sem tengjast hátíðinni og er umsóknarfrestur til og með 1. desember 2024.
Lesa fréttina Opið fyrir umsóknir um styrki vegna Barnamenningarhátíðar 2025
Mynd af heimasíðu Ein með öllu

Lokanir gatna um verslunarmannahelgina

Fjölskylduhátíðin Ein með öllu fer fram á Akureyri um verslunarmannahelgina og þá verður einnig efnt til fjallahlaupsins Súlur Vertical á föstudag og laugardag.
Lesa fréttina Lokanir gatna um verslunarmannahelgina
Samflétta, samvinnuverkefni tveggja dansara og sellóleikara var eitt þeirra verkefna sem hlaut styrk…

Frestur til að sækja um styrk vegna Akureyrarvöku rennur út 30. júní!

Verður þú með viðburð á Akureyrarvöku?
Lesa fréttina Frestur til að sækja um styrk vegna Akureyrarvöku rennur út 30. júní!
Bíladagar hefjast á fimmtudaginn

Bíladagar hefjast á fimmtudaginn

Fulltrúar frá Akureyrarbæ, Aflinu, Bílaklúbbi Akureyrar, Berginu Headspace, lögreglu, slökkviliði, Kvennaathvarfi Akureyrar og tjaldsvæðinu að Hömrum funduðu nýverið um Bíladaga 2024 sem hefjast fimmtudaginn 13. júní og lýkur formlega mánudaginn 17. júní með bílasýningu í Boganum. Vart hefur orðið við glannaakstur á Bíladögum fyrri ára en slíkur akstur er ólöglegur og samræmist engan veginn siðareglum Bíladaga sem höfuðáhersla verður lögð á sem fyrr að allir virði. Hart verður tekið á þeim brotum sem kunna að koma upp og gildir þá einu hvort brotin eiga sér stað utan eða innan aksturssvæðis BA.
Lesa fréttina Bíladagar hefjast á fimmtudaginn
Mynd frá Listasumri 2023.

Listasumar hefst á morgun!

Á morgun, fimmtudaginn 6. júní, hefst Listasumar 2024 og stendur hátíðin til 20. júlí. Nóg er um að vera næstu daga og vert er að nefna að flestir viðburðir Listasumars eru ókeypis. Yfirlit yfir alla viðburði og smiðjur Listasumars má finna á www.listasumar.is.
Lesa fréttina Listasumar hefst á morgun!
Sjómannadagurinn 2024 - dagskrá helgarinnar

Sjómannadagurinn 2024 - dagskrá helgarinnar

Í tilefni sjómannadagsins, sunnudaginn 2. júní, verður ýmislegt í boði um helgina. Á Akureyri er m.a. settur krans við minnismerki sjómanna, guðþjónustur helgaðar sjómönnum, siglt um Eyjafjörðinn. Víða er boðið upp á siglingu eða aðra skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Hér fyrir neðan má sjá dagskrá sjómannadagsins á Akureyri, Grímsey og Hrísey. 
Lesa fréttina Sjómannadagurinn 2024 - dagskrá helgarinnar
Samflétta, samvinnuverkefni tveggja dansara og sellóleikara var eitt þeirra verkefna sem hlaut styrk…

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um styrki vegna Akureyrarvöku 2024

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um stuðning vegna Akureyrarvöku 2024. Óskað er eftir hugmyndum að spennandi dagskrárliðum og viðburðum fyrir hátíðina. Hér er komið tilvalið tækfæri fyrir skapandi einstaklinga og listafólk til að láta ljós sitt skína og gera Akureyrarvökuhelgina sem skemmtilegasta. Styrkfjárhæðir verða á bilinu 50.000 - 300.000 kr. Einnig er hægt að senda inn viðburði sem ekki þurfa stuðning en verða undir dagskrá og merkjum Akureyrarvöku.
Lesa fréttina Opnað hefur verið fyrir umsóknir um styrki vegna Akureyrarvöku 2024