Umhverfis- og mannvirkjasvið Akureyrarbæjar óskar eftir tilboðum í grasslátt á árunum 2025-2026 með möguleika á framlengingu árið 2027 samkvæmt útboðsgögnum á hluta eftirfarandi svæða innan Akureyrarbæjar:
Opin svæði
Nausta- og Hagahverfi
Stofnanalóðir
Bjóðendum er heimilt að bjóða í eitt eða fleiri svæði.
Útboðið er boðið út á EES svæðinu og er tungumál útboðsins íslenska.
Útboðsgögn verða afhent rafrænt á útboðsvef Akureyrarbæjar, frá og með 10. mars 2025
Tilboðum skal skila rafrænt á útboðsvef Akureyrarbæjar fyrir kl. 11:00 miðvikudaginn 9. apríl 2025 og verða tilboð opnuð á sama tíma að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.