Fréttir

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan

Sumarlestur 2013 - greiðsla og námskeiðsgögn

Greiðsla fyrir sumarlestrarnámskeið - 2013 er í afgreiðlsu Amtsbókasafnsins. Þar eru námskeiðsgögn afhent gegn greiðslu kr. 2.500.- í peningum, við erum ekki með posa. Hlökkum til að sjá ykkur. Kveðja Herdís Anna barnabókavörður og starfsfólk Amtsins
Lesa fréttina Sumarlestur 2013 - greiðsla og námskeiðsgögn
Skoppaðu á bókasafnið :-)

Skoppaðu á bókasafnið!

Hvað er skoppaðu á bókasafnið? Lestrarátak fyrir öll börn 6-12 ára. Er í gangi á bókasafninu frá 10. júní—24. ágúst. Hvað þarf að gera til að vera með: Skoppa á bókasafnið, velja sér bók og fá afhentan þátttökumiða. Lesa bókina og fylla svo út þátttökumiðann. Skoppa aftur á bókasafnið og skila miðanum í þar til gerðan kassa. Velja sér aðra bók og fá annan þátttökumiða.
Lesa fréttina Skoppaðu á bókasafnið!
Aukaspyrna á Akureyri

Bók á staur

Nú er komin járnbók á ljósastaur hér fyrir utan Amtsbókasafnið. Bókin er hluti af nýjasta verkefni Barnabókaseturs, sem er röð járnbóka á ljósastaurum milli Nonnahúss og Amtsbókasafnsins. Hver járnbók er í raun opna úr íslenskri barnabók og tilvalið að staldra við og lesa góðan texta sér til skemmtunar.
Lesa fréttina Bók á staur
Lokað milli kl. 10:00 og 12:00

Opnum kl. 12:00

Vinsamlegast athugið að Amtsbókasafnið verður lokað milli klukkan 10:00 og 12:00 þriðjudaginn 28. maí vegna námskeiðs hjá starfsfólki. Við opnum kl. 12:00 sprenglærð :-) Við bendum á að hægt er að skila í sjálfsafgreiðsluvélunum milli klukkan 10:00 og 12:00.
Lesa fréttina Opnum kl. 12:00

Sumarlestur 2013

Fullt er í hóp A, viku 1 (10-14.júní) kl. 9:00-12:00. Enn eru laus pláss í aðra hópa. Sumarlestrarkveðjur :-)
Lesa fréttina Sumarlestur 2013
Sumarlestur 2013

Sumarlestur 2013

Amtsbókasafnið og Minjasafnið standa fyrir lestrarhvetjandi sumarnámskeiðum í júní fyrir börn úr 3. og 4. bekk. Þrjú námskeið eru í boði – hámark þátttakenda í hverjum hópi eru 20 börn • Vika 1 10. -14. júní – kl. 9:00 – 12:00 og 13:00-16:00 • Vika 2 18.- 21. júní – kl. 9:00-12:00 • Vika 3 24.-28. júní – kl. 9:00-12:00 Námskeiðsgjald er 2500.- Skráning og frekari upplýsingar hjá herdisf@akureyri.is eða í síma 462 4162
Lesa fréttina Sumarlestur 2013
Saturday Night Fever er auðvitað til hjá okkur!

Ekki lengur opið á laugardögum

Nú hefur sumartíminn tekið við hjá okkur og það þýðir að við verðum ekki með opið á laugardögum í sumar. Afgreiðslutíminn í sumar verður sem sagt þessi:
Lesa fréttina Ekki lengur opið á laugardögum
Bókavörður

Starf bókavarðar

Amtsbókasafnið á Akureyri óskar að ráða bókavörð í 100% starf frá og með 15. júní 2013. Nánari upplýsingar um starfið er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar www.akureyri.is þar sem sótt er um rafrænt. Umsóknarfrestur er til 1. júní 2013
Lesa fréttina Starf bókavarðar
Ljóð eru kjarni lífsins!

Vorboðinn ljúfi...

Vorboðinn ljúfi... Í maí er þemað; Ljóðabækur. Ljóð eru kjarninn í lífinu. Þau gefa okkur upplifanir og skilning sem við hefðum svo gjarnan viljað orða sjálf en finnum hins vegar í orðum ljóðskáldsins. Okkar dýpstu tilfinningar eða skynjanir sem fá okkur til að svífa hærra og lengra en nokkur orð fá lýst – nema í ljóði... - Gleðilegt sumar!
Lesa fréttina Vorboðinn ljúfi...
Eyfirski safnadagurinn 2013

Eyfirski safnadagurinn

Eyfirski safnadagurinn er haldin árlega. Frítt er inná söfnin í firðinum og mörg söfn bjóða uppá sérstaka skemmtidagskrá í tilefni dagsins. Viðburðurinn hóf göngu sína árið 2007 og hefur verið haldinn árlega síðan. Markmiðið er að vekja athygli á fjölda fróðlegra og forvitnilegra safna sem eru við Eyjafjörð.
Lesa fréttina Eyfirski safnadagurinn
Millisafnalán á Leitir.is

Millisafnalán

Það gleður það okkur að tilkynna að nú er mögulegt að panta millisafnalán í gegnum leitir.is. Við hvetjum lánþega okkar um að kynna sér þetta og nota þjónustuna á leitir.is.
Lesa fréttina Millisafnalán