Fréttir

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Tölum saman!

100 Menningarbækur

Í september er þema bókahillunnar í Hofi fólk og menning. Á Akureyri býr fólk sem á uppruna sinn víða um heim. Menningin er margbrotin og tungumálin eru mörg. Á Amtsbókasafninu eru til bækur um allt milli himins og jarðar og á mörgum tungumálum. Fyrir utan íslensku er mest til á enskri tungu en einnig er nokkuð úrval bóka á öðrum Evrópumálum auk orðabóka. Fjöldinn allur af skáldsögum er af erlendum uppruna og hægt er að fá yfir 10000 bækur sem þýddar hafa verið úr hinum ýmsu tungumálum. Kvikmyndasafnið okkar er einnig afar fjölmenningarlegt og við bjóðum myndir frá yfir 20 þjóðlöndum sem síðan bjóða tal eða texta á enn fleiri málum. Amtsbókasafnið vill hafa eitthvað fyrir alla og öllum er velkomið að koma með tillögur að efniskaupum fyrir safnið. Tölum saman!
Lesa fréttina 100 Menningarbækur
Hugmynd eða veruleiki...

Akureyrarvaka - Hugmynd eða veruleiki

Amtsbókasafnið laugardaginn 31. ágúst kl. 13:00-19:00 13:00-17:00 - Álfabækur – síðasti sýningardagur. 15:00 - Hugmynd eða veruleiki. Listamaðurinn spjallar um verk sín og segir frá því hvernig hægt er að koma stóru bókasafni niður í einn skókassa. (Undan hælaháum!) 17:00-19:00 - Frátekin verk afhent eigendum sínum. (Þeir sem keypt hafa verk geta sótt þau á þessum tíma)
Lesa fréttina Akureyrarvaka - Hugmynd eða veruleiki

Síðustu sýningardagar

Það má með sanni segja að Álfabækurnar hafi slegið í gegn í hjá okkur í sumar. Nú líður að lokum þessarar skemmtilegu sýningar og síðasti sýningardagur er laugardaginn 31. ágúst.
Lesa fréttina Síðustu sýningardagar

Innlit

Innlit
Lesa fréttina Innlit
Múmínkönnur

Múmínkönnur

Litla búðin okkar í afgreiðslunni inniheldur margar gersemar. Þeirra á meðal eru þessar yndislegu og sívinsælu múmínkönnur.
Lesa fréttina Múmínkönnur
Álfabækur eru engu líkar...!

Vinsæl sýning

Óhætt er að segja að sýning Guðlaugs Arasonar á Álfabókum hafi slegið í gegn. Álfabækurnar heilla bæði stóra og smáa og í þeim má endalaust finna ný og óvænt atriði. Margar myndir eru nú þegar seldar en Álfabækurnar munu gleðja okkur áfram því sýningin stendur út ágústmánuð.
Lesa fréttina Vinsæl sýning
Ógnarlangur Amtsbókaormur

Ógnarlangur bókaormur

Amtsbókaormurinn hefur vaxið og dafnað svo um munar og nú er svo komið að hann er orðinn illmeðfærilegur. Því höfum við ákveðið að setja hann til hliðar um sinn, gefa honum haus og hala og stilla honum upp í haust. Í hans stað er kominn vísir að nýjum Amtsbókaormi og öllum velkomið að grípa í prjónana :-)
Lesa fréttina Ógnarlangur bókaormur
GARASON

Álfabækur - engu líkar...

Elfbooks – Elfenbücher – Elfebøger – Livres des elfes - Opnun föstudaginn 28. júní kl. 12:00 - Allir hjartanlega velkomnir! Amtsbókasafninu er heiður af því að verða fyrst til að setja upp sýningu á myndverkum Guðlaugs Arasonar. Sýningin samanstendur af litlum bókaskápum fullum af örsmáum, þekktum, íslenskum sem erlendum, bókum. Hver bókaskápur er heimur útaf fyrir sig og þar búa bæði skáld og ýmsar kynjaverur. Bækurnar kallar Guðlaugur álfabækur og segja má að hér sé um nýja tegund myndlistar að ræða. Sýningin stendur yfir 28. júní til 31. ágúst - Opið alla virka daga kl. 10:00-19:00
Lesa fréttina Álfabækur - engu líkar...
Sumarlegur sumarlestur :-)

Sumarlegur sumarlestur

Sumarlesturinn hefur gengið eins og í sögu og fjöldi ánægðra barna hefur lokið gefandi námskeiði hjá okkur. Börnin fara um allan bæ og fræðast um sögu bæjarins, húsin og fólkið. Þau hafa heimsótt skáldahúsin, samkomuhúsið, listagilið og fleiri skemmtilega staði. Við erum einstaklega ánægð með þessi börn sem koma til okkar á námskeið – Þau lesa, læra og leika sér og eru til fyrirmyndar í alla staði. Leiðbeinendur eru Herdís Anna Friðfinnsdóttir og Ragna Gestsdóttir – ásamt unglingum í sumarstarfi, þeim Halldóri H. Stefánssyni, Margréti S. Benediktsdóttur og Hafdísi B. Þórðardóttur.
Lesa fréttina Sumarlegur sumarlestur
Sumar og sól :-)

Blessuð blíðan!

Það var gestkvæmt hjá okkur í morgun - Sjöundubekkingar í ratleik, krakkar frá Tröllaborgum og Kiðagili og ferðafólk af skemmtiferðaskipum - að ógleymdum fastagestum og ýmsum fundahöldum - líf og fjör í yndislegu veðri!
Lesa fréttina Blessuð blíðan!
Ísland - Iceland - Island

100 Íslandsbækur

Í sumar er þemað; Ísland – aldrei eins. Land elds og ísa, land fjalla og engja, land birtu og myrkurs. Landið sem getur verið mjúkt eins og mosi eða hrjúft eins og úfið hraun. Andstæður, fjölbreytileiki og litadýrð einkenna ljósmyndabækur um Ísland og myndefnin eru óþrjótandi. Skoðið og njótið!
Lesa fréttina 100 Íslandsbækur