100 Menningarbækur
Í september er þema bókahillunnar í Hofi fólk og menning. Á Akureyri býr fólk sem á uppruna sinn víða um heim. Menningin er margbrotin og tungumálin eru mörg.
Á Amtsbókasafninu eru til bækur um allt milli himins og jarðar og á mörgum tungumálum. Fyrir utan íslensku er mest til á enskri tungu en einnig er nokkuð úrval bóka á öðrum Evrópumálum auk orðabóka. Fjöldinn allur af skáldsögum er af erlendum uppruna og hægt er að fá yfir 10000 bækur sem þýddar hafa verið úr hinum ýmsu tungumálum.
Kvikmyndasafnið okkar er einnig afar fjölmenningarlegt og við bjóðum myndir frá yfir 20 þjóðlöndum sem síðan bjóða tal eða texta á enn fleiri málum.
Amtsbókasafnið vill hafa eitthvað fyrir alla og öllum er velkomið að koma með tillögur að efniskaupum fyrir safnið.
Tölum saman!
31.08.2013 - 08:50
Lestrar 864