Fréttir

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Í samtök - Til velferðar!

Lokað 1. maí

Við höfum lokað 1. maí eins og lög gera ráð fyrir en í tilefni dagsins viljum við benda á ný og vegleg rit þar sem sögð er saga Alþýðusambands Íslands. Hér er sögð saga ASÍ og íslenskrar verkalýðsbaráttu í heila öld en sambandið var stofnað árið 1916.
Lesa fréttina Lokað 1. maí
Þetta vilja börnin sjá!

Þetta vilja börnin sjá!

Þetta vilja börnin sjá! Sýning á myndskreytingum í íslenskum barna- og unglingabókum 2012. Markmið sýningarinnar er að beina athyglinni að gildi myndskreytinga í barnabókum. Sýningin er farandsýning og verður nú sett upp á Amtsbókasafninu á Akureyri og opnar miðvikudaginn 24. apríl
Lesa fréttina Þetta vilja börnin sjá!
2 fyrir 1 tilboðið er frábært! Kosningar hvað??!!

Kosningahelgi og 2 fyrir 1

Það er merkileg helgi framundan og engin leið að spá hvernig hún fer. Verður vitlaust veður á sunnudag eða mun norðlensk blíðan koma óvænt? Eitt er hins vegar alveg víst ...
Lesa fréttina Kosningahelgi og 2 fyrir 1
Gleðilegt sumar!

Gleðilegt sumar!

Sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 25. apríl, verður Amtsbókasafnið á Akureyri lokað. Opnum kl. 10:00 á föstudaginn 26. apríl.
Lesa fréttina Gleðilegt sumar!
Dagur bókarinnar 2013

Við óskum öllum til hamingju með dag bókarinnar!

Í dag, 23. apríl er alþjóðlegur dagur bóka og höfundarréttar haldinn hátíðlegur. Dagurinn á rætur sínar að rekja til Katalóníu, þar sem messa heilags Georgs er einnig haldin í dag. Bóksalar gefa þá gjarnan rósir eða önnur blóm með bókum seldum þennan dag. Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) átti frumkvæðið að því gera þennan dag að alþjóðadegi bóka. Svo vill til að hann er einnig fæðingar- eða dánardagur nokkurra þekktra rithöfunda, til dæmis létust Cervantes og Shakespeare þennan dag árið 1616 og 1623 og 23. apríl árið 1902 fæddist Halldór Laxness. Markmið UNESCO með alþjóðadegi bókarinnar er að hvetja fólk og þá einkum ungt fólk til að lesa meira og kynna sér verk þeirra fjölmörgu höfunda sem hafa auðgað líf mannkyns um aldir.
Lesa fréttina Við óskum öllum til hamingju með dag bókarinnar!
Lokað í 3 klst. vegna fræðslumorguns starsfmanna

Lokað í 3 klst. vegna fræðslumorguns starsfmanna

Við starfsmenn erum alltaf að reyna að fræðast til að verða betri í okkar starfi. Mánudaginn 22. apríl verður Amtsbókasafnið lokað frá 10:00-13:00 vegna fræðslumorguns starfsmanna. Sjálfsafgreiðsluvélarnar . . .
Lesa fréttina Lokað í 3 klst. vegna fræðslumorguns starsfmanna
Bakkabræður eru alltaf á tánum...:-)

Bókamarkaður

Gamlar bækur og nýlegar bækur - Bækur sem við höfum afskrifað eða vinir okkar hafa gefið safninu - Barnabækur - Unglingabækur - Fræðibækur - Allskonar bækur - Úrvalið er mikið og alltaf má finna gullmola inni á milli. Við bætum reglulega á borðið þannig að það borgar sig að fylgjast með!
Lesa fréttina Bókamarkaður
Stefnumót við heiminn!

Ferðahandbækur í Hofi

Stefnumót við heiminn! Í apríl er þemað; Ferðahandbækur. Hér gefst tækifæri á góðri í heimsreisu fyrir lítinn pening. Við getum valið nánast hvaða land sem er, fundið ævintýri á ólíklegustu stöðum og notið fegurðar ólíkra menningarheima. Margir láta sig dreyma um ókunn lönd og þá er upplagt að lesa sér til um draumalandið og undirbúa ferðalagið vel. Hugsanlega eru einhverjar draumaferðir of dýrar í dag en ferðalög hugans geta verið bæði gefandi og eftirminnileg. Góða ferð!
Lesa fréttina Ferðahandbækur í Hofi
Apríl, sól og sæla :-)

Apríl, sól og sæla :-)

Páskar að baki og við erum mætt til starfa á ný. Allar bækurnar eru í réttri röð þrátt fyrir nokkra skjálfta og bókamarkaðsborðið er sneisafullt af skemmtilegum bókum! Opnum kl. 10:00 og höldum okkur við venjubundinn afgreiðslutíma fram í miðjan maí.
Lesa fréttina Apríl, sól og sæla :-)
Gleðilega páska!

Páskalokun

Fimmtudagur 28. mars - Skírdagur: Lokað Föstudagur 29. mars - Föstudagurinn langi: Lokað Laugardagur 30. mars: Lokað Sunnudagur 31. mars - Páskadagur: Lokað Mánudagur 1. apríl - Annar í páskum: Lokað Þriðjudagur 2. apríl - Opið: 10:00-19:00
Lesa fréttina Páskalokun
Amtsbókaormurinn

Amtsbókaormurinn 5 mánaða

Þann 25. október síðastliðinn var fitjað upp á Amtsbókaorminum og er hann því fimm mánaða í dag! Hann hefur vaxið og dafnað og er nú orðinn rúmir tveir metrar að lengd! Amtsbókaormurinn er afar litríkur og algerlega einstakur. Hann er prjónaður með frjálsri aðferð úr afgöngum héðan og hvaðan og það verður gaman að fylgjast með honum lengjast og lengjast á næstu mánuðum. Margir hafa lagt til garn og einnig hafa margir slegið lykkju á prjón þannig að Amtsbókaormurinn er vaxandi samstarfsverkefni unnið af gestum okkar :-)
Lesa fréttina Amtsbókaormurinn 5 mánaða