Fréttir

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Lesbretti að láni

Lesbretti að láni

Amtsbókasafnið hefur hafið útlán á lesbrettum (Kindle) til almennings. Á brettunum eru íslenskar og erlendar rafbækur, bæði nýjar og gamlar. Lánstími er sá sami og á venjulegum bókum eða þrjátíu dagar. Er það von okkar að lánþegar okkar nýti sér þetta tækifæri til að kynnast rafbókum og lestri þeirra.
Lesa fréttina Lesbretti að láni
Kim Kimselius

Sænskur barna- og unglingabókahöfundur í heimsókn

Dagana 15. - 17. október á sænski rithöfundurinn Kim M. Kimselius stefnumót við yfir 300 grunnskólanemendur á Akureyri. Hún mun lesa upp úr bókum sínum og ræða við nemendur. Norræna félagið á Íslandi stendur fyrir rithöfundaheimsókninni sem er samstarfsverkefni Norrænu félagana á öllum Norðurlöndunum og er tilgangur verkefnisins að auka þekkingu barna og unglinga á norrænum tungumálum. Almenningi býðst að hitta rithöfundinn á Amtsbókasafninu þriðjudaginn 15. okt. kl. 16:30 - 17:30. Kim M. Kimselius mun lesa upp úr bókum sínum og ræða við gesti safnsis.
Lesa fréttina Sænskur barna- og unglingabókahöfundur í heimsókn
Listamaður til láns

Listamaður til láns

Í einungis eina viku, frá fimmtudeginum 10. október til fimmtudagsins 17. október, verður mögulegt að fá lánaðann listamann á Amtsbókasafninu á Akureyri. Á sama hátt og bæjarbúar geta fengið lánaðar bækur, tímarit og DVD diska safnsins, verður mögulegt að leigja út danshöfundana Ásrúnu Magnúsdóttir og Palomu Madrid til heimila á Akureyri og á svæðinu í kring. Listamennirnir verða lánaðir út ásamt ákveðnum listaverkum sem þeir munu deila með lánþegunum. Við vinnslu þessara verka hafa þeir nýtt sér sína einstöku listrænu nálgun með það að markmiði að rannsaka og krafsa í staði, líkama og aðstæður hins hversdagslega lífs lántakendanna.
Lesa fréttina Listamaður til láns
Ljósmyndarinn fangar augnablikið...

100 Ljósmyndabækur í Hofi

Í október er þemað; Ljósmyndabækur. Ljósmyndarinn er sífellt að velja. Engin mynd verður aðeins tekin á einn veg. Hvort sem um er að ræða landslag, hóp manna, uppstillingu eða sögulegt minnismerki. Við dáumst að hæfni málarans til að tjá ákveðin hughrif í verkum sínum. Sama á við um góðan ljósmyndara og sígild ljósmynd verður ekki til af tilviljun. Birtan er fyrir öllu. Eðli hennar breytist með veðri, eyktum og árstíðum og oft er það birtan sem skilur á milli hversdagslegrar ljósmyndar og einstaks listaverks. Ljósmyndun snýst um það að verðveita minningar og tjá hugmyndir og hugsanir. Ljósmyndin geymir um ókomna tíð eitt andartak!
Lesa fréttina 100 Ljósmyndabækur í Hofi
Afgreiðslutími í vetur

Afgreiðslutími í vetur

Nú hefur vetrartíminn tekið í gildi hjá okkur. Það þýðir einfaldlega að nú er opið eins og venjulega kl. 10:00-19:00 á virkum dögum en að auki er opið kl. 11:00-16:00 á laugardögum. Velkomin!
Lesa fréttina Afgreiðslutími í vetur
Áhugaljósmyndaklúbbur Akureyrar

Ljósmyndasýning - ÁLKA

Föstudaginn 13. september kl. 13:13 opnar ÁLKA - áhugaljósmyndaraklúbbur Akureyrar, ljósmyndasýninguna Fólk á Amtsbókasafninu. Sýningin verður opin á opnunartíma safnsins til 31. október.
Lesa fréttina Ljósmyndasýning - ÁLKA
Herra Skoppi

Skoppað á bókasafnið

Við hvetjum alla krakka sem tóku þátt í Skoppaðu á bókasafnið að koma og hafa gaman saman!
Lesa fréttina Skoppað á bókasafnið
Gleðilegan bókasafnsdag!

Gleðilegan bókasafnsdag!

Bókasafnsdaguirnn 2013 er haldinn hátíðlegur í dag, 9. september. Tilgangur dagsins er að vekja athygli á mikilvægi bókasafna fyrir þjóðfélagið. Bókasöfn gegna mikilvægu hlutverki sem miðstöð fræðslu og þekkingar, fyrir framboð á tónlistar- og myndlistarefni, yndislestri og afþreyingu, fyrir aðstoð við upplýsingaöflun og gagnaleit. Bókasöfn eru auk þess samkomuhús, menningarmiðstöðvar og góður staður til að vera á.
Lesa fréttina Gleðilegan bókasafnsdag!
Lesum saman :-)

Hefur þú áhuga á að taka þátt í spennandi verkefni á degi læsis?

Alþjóðadagur læsis sunnudaginn 8. september 2013 Lestrarvöfflur kl. 14:00 – 16:00 á Öldrunarheimilum Akureyrar; Hlíð og Lögmannshlíð. Þema dagsins er: Ungir - Aldnir
Lesa fréttina Hefur þú áhuga á að taka þátt í spennandi verkefni á degi læsis?
Breytingar á lykilorðum

Er lykilorðið þitt öruggt?

Af öryggisástæðum eru fyrirhugaðar breytingar á lykilorðum til innskráningar á vefinn. Lykilorðum sem innihalda kennitölu notanda, hluta úr henni eða einfaldar talnarunur á borð við 1234 verður breytt fyrir lok ágúst, nema notandi verði búinn að gera það sjálfur á Mínar síður > Stillingar > Mitt lykilorð á gegnir.is fyrir þann tíma. Hafðu samband við okkur ef þú lendir í vandræðum með innskráningu. Síminn er 460 1250 og netfangið er bokasafn@akureyri.is
Lesa fréttina Er lykilorðið þitt öruggt?
Bókamarkaðurinn okkar slær alltaf í gegn!

Bókamarkaður

Bókamarkaðurinn okkar slær alltaf í gegn - Nú gefst fólki tækifæri til að gera reyfarakaup dagana 2. - 12. september 2013.
Lesa fréttina Bókamarkaður