Fréttir

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan

Í Tötraskógi

Þriðjudaginn þriðja desember klukkan 17:00 mun Andrés Eiríksson kynna bók sína „Í Tötraskógi“ á Amtsbókasafninu.
Lesa fréttina Í Tötraskógi
Ástarsaga Íslendinga að fornu

Ástarsaga Íslendinga að fornu

Fimmtudaginn 28. nóvember kl. 16.30-17.30 á Amtsbókasafninu flytur Gunnar Karlsson erindi um bók sína Ástarsaga Íslendinga að fornu.
Lesa fréttina Ástarsaga Íslendinga að fornu
Göngum saman!

Fjallkonubrjóst

Styrktarfélagið Göngum saman safnar peningum og veitir styrki til grunnrannsókna á brjóstakrabbameini. Ein af fjáröflunum á þessum vetri er að prjóna húfur sem heita Fjallkonubrjóst. Nokkrar konur hafa hist tvö kvöld á Kaffi Ilmi og svo eitt kvöld á veitingastaðnum Silvu til þess að prjóna en nú er komið að því að selja húfurnar. Þær mæta á Kaffi Ilm á Amtsbókasafninu, laugardaginn 16. nóvember frá kl. 13:00-15:00 til þess að selja þær. Stutt kynning á félaginu og tónlistaratriði.
Lesa fréttina Fjallkonubrjóst
Barnamorgun

Barnamorgun

Sunnudaginn 17. nóvember kl. 10.00 ætlar Sigrún Magna Þórsteinsdóttir, organisti við Akureyrarkirkju að heimsækja Hof, kynna krílasálma og vera með krílasálma stund fyrir ungabörn í framhaldinu. Sungin verða ýmis lög og farið í leiki og lögð áhersla á söng og hreyfingu. Í samstarfi við Amtsbókasafnið á Akureyri mun Herdís Anna Friðfinnsdóttir, barnabókavörður, vera með sögustund kl. 11.00.
Lesa fréttina Barnamorgun
Vetur á Norðurlöndum

Norræn bókasafnavika

Mánudaginn 11. nóvember 2013 hefst Norræna bókasafnavikan. Þá setjumst við niður og lesum upphátt sama bókmenntatexta á sama tíma á öllum Norðurlöndunum. Vikan er sneisafull af upplestrum, sýningum og umræðum á menningardagskrám á þúsundum bókasafna, skóla og annarra samkomustaða á öllum Norðurlöndunum og í Eystrasaltsríkjunum. Hér á Amtsbókasafninu verður einnig hugguleg dagskrá í tali og tónum. Allir velkomnir!
Lesa fréttina Norræn bókasafnavika
Sjáum-k eg meir um Munin...

Flugdrekabók

Opnun laugardaginn 2. nóvember kl. 15:00! - Huginn og Muninn / fljúga hverjan dag / jörmungrund yfir. / Óum-k eg Hugin / að hann aftr né komi, / þó sjáum-k eg meir um Munin. Þessi orð Óðins eiga erindi við okkur í dag þegar miðillinn virðist orðinn merkingin. Það er ekki bara minnið sem hverfur þegar við erum á netinu. Sem áminning spretta upp fleyg orð úr skilum munnlegrar og bóklegrar hefðar - í formi flugdreka í bók. Guy Stewart hefur unnið sem leikari, grunnskólakennari og hönnuður. Fæddur og uppalinn í Kanada, hann hefur búið á Íslandi síðan 1994.
Lesa fréttina Flugdrekabók
Bókaverðlaun barnanna 2013

Bókaverðlaun barnanna

Aukaspyrna á Akureyri og Dagbók Kidda klaufa, svakalegur sumarhiti, voru vinsælastar hjá börnunum þetta árið - Hægt var að kjósa til 20. september og einhverjir heppnir þátttakendur eiga eftir að fá glaðning frá okkur :-)
Lesa fréttina Bókaverðlaun barnanna
Tjáðu þig í texta!

Ungskáld á Akureyri

Ertu ungskáld á Akureyri á aldrinum 16-25 ára? Taktu þá þátt í samkeppni um besta ritaða textann s.s. ljóð, sögur, leikrit og svo framvegis. Vinningshafinn fær 50 þúsund krónur í verðlaun. Skilaðu snilldinni á rafrænu formi á netfangið ungskald@akureyri.is ásamt upplýsingum um nafn höfundar. Síðasti skiladagur er föstudagurinn 1. nóvember.
Lesa fréttina Ungskáld á Akureyri
Amtsbókasafnið á Akureyri

Alþjóðlegt konukaffi - International women´s coffee

Konur af öllum þjóðernum og á öllum aldri eru velkomnar á Amtsbókasafnið laugurdaginn 26. okt. kl. 12:00 - 14:00 og eiga saman góða stund. Heitt verður á könnunni og léttar veitingar í boði - síðast komu flestar með eitthvað smáræði svo úr varð ágætis hlaðborð :) Aðgangur er að sjálfsögðu ókeypis – hlökkum til að sjá ykkur! Ertu með spurningu? Ekki hika við að hafa samband á netfangið astofan@akureyri.is eða í síma 460-1095
Lesa fréttina Alþjóðlegt konukaffi - International women´s coffee
Ný von - nýtt líf

Ný von - Nýtt líf

Fimmtudaginn 24. október verður haldinn kynningarfundur á Amtsbókasafninu vegna útgáfu á nýrri bók sem ber heitið Ný von – Nýtt líf. Bókin fjallar um áfengis- og fíknmeðferð og lýsir nýjum og breyttum áherslum í áfengis- og fíknmeðferð. Höfundur bókarinnar er Dr. Joan M. Larson, sem er þekktur næringarfræðingur í Bandaríkjunum og stofnandi meðferðarstofnunnarinnar Health Recovery Center (HRC) í Minneapolis, en mikill og bættur árangur hefur náðst með aðferðunum sem þar eru notaðar. Þýðandi bókarinnar er Esther Vagnsdóttir sem kynnir efni bókarinnar á fundinum sem hefst klukkan 17.
Lesa fréttina Ný von - Nýtt líf
Brostu :-)

Brosbókin :-)

,,Dag einn hverfur brosið hennar Sólu á dularfullan hátt. Mamma og pabbi eru í öngum sínum. Hafði Sóla týnt brosinu sínu á meðan hún svaf? Hafði kannski einhver stolið því?“ Brosbókin, ný myndskreytt barnabók, eftir Jónu Valborgu Árnadóttur og Elsu Nielsen er komin út hjá Sölku og við kynnumst þessum nýju barnabókahöfundum í barnadeildinni, miðvikudaginn 23. október kl. 16:30 - Allir hjartanlega velkomnir :-)
Lesa fréttina Brosbókin :-)