Lesbretti að láni
Amtsbókasafnið hefur hafið útlán á lesbrettum (Kindle) til almennings.
Á brettunum eru íslenskar og erlendar rafbækur, bæði nýjar og gamlar.
Lánstími er sá sami og á venjulegum bókum eða þrjátíu dagar.

Er það von okkar að lánþegar okkar nýti sér þetta tækifæri til að kynnast rafbókum og lestri þeirra.
Fyrst um sinn verða lesbrettin einungis þrjú talsins en til samanburðar má geta þess að venjulegar bækur sem bjóðast gestum eru
rúmlega sextíuþúsund.
Eftirfarandi leiðbeiningar fylgja hverjum ,,Kindli" :
- Þetta Kindle lesbretti inniheldur íslenskar og erlendar rafbækur, nýjar og gamlar.
- Rafhlaðan á að endast út lánstímann sem er þrjátíu dagar.
- Til að kveikja á tækinu er ýtt á hnappinn á botni brettisins.
- Ef þú hefur ekki notað svona tæki áður er sniðugt að byrja á því að lesa bókina: „Kindle User‘s guide 2nd
edition“ sem er á brettinu (Bækurnar eru í stafrófsröð eftir titli).
- Ef spurningar vakna um tækið eftir að heim er komið má hringja í okkur í síma 4601250 eða senda póst á bokasafn@akureyri.is
- Við viljum biðja þig að fara vel með tækið og minnum á að þú berð ábyrgð á því meðan það
er skráð á þitt kort eins og gildir um aðrar bækur.