Fréttir

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Svuntur og kokkabækur í mars

Svuntur og kokkabækur

Svuntur og kokkabækur - Tvær vinkonur sýna hér skemmtilegt safn af sögulegum svuntum og merkilegum kokkabókum sem þær hafa sankað að sér í gegnum árin.
Lesa fréttina Svuntur og kokkabækur
Gegnir.is kominn í nýjan búning

Gegnir.is í nýjum búningi

Í gær var nýr vefur, gegnir.is í leitir.is opnaður á slóðinni http://leitir.is/Gegnir. Einnig er hægt að komast á vefinn með því að slá inn http://gegnir.is upp á gamla mátann. Nýi vefurinn er gerður í sama umhverfi og leitir.is en hann hefur eigið útlit og á honum er aðeins leitað í safnkosti Gegnis.
Lesa fréttina Gegnir.is í nýjum búningi
Brunasandur - yngsta sveit á Íslandi

Brunasandur - yngsta sveit á Íslandi

Brunasandur í Vestur-Skaftafellssýslu er lítið byggðarlag sem varð til í kjölfar Skaftáreldanna 1783-84. Eldurinn eyddi og brenndi en þarna breytti hann landsháttum til muna þannig að þar sem áður flæmdist jökulvatn um eyðisanda varð lífvænlegt umhverfi í skjóli hraundyngjunnar og sérstæð byggð varð til.
Lesa fréttina Brunasandur - yngsta sveit á Íslandi
Brunasandur

Brunasandur og Ofríki

Brunasandur í Vestur-Skaftafellssýslu er lítið byggðarlag sem varð til í kjölfar Skaftáreldanna 1783-84. Eldurinn eyddi og brenndi en þarna breytti hann landsháttum til muna þannig að þar sem áður flæmdist jökulvatn um eyðisanda varð lífvænlegt umhverfi í skjóli hraundyngjunnar og sérstæð byggð varð til. Níu fræðimenn á sviði sagnfræði, þjóðfræði, fornleifafræði, líffræði og jarðfræði tóku sig saman um að kafa í sögu og samtíma hinnar ungu sveitar og gera ýtarlegar rannsóknir á mótun lands og samfélags. Árangurinn er óvenjulegt rit, fagurlega úr garði gert, sem vekur áhuga og vísar leiðina í umhyggju og nálgun við landið okkar. Hiklaust má segja að þarna séu farnar nýjar leiðir í rannsóknum á íslenskrar byggðasögu
Lesa fréttina Brunasandur og Ofríki
Alþjóðadagur móðurmálsins 21. febrúar

Þitt mál – mitt mál – okkar mál

Í febrúar fögnum við fjölbreytileikanum og tileinkum mánuðinn hinum ýmsu tungumálum sem töluð er á Akureyri – Við sýnum þýðingar á sögu Andra Snæs Magnasonar af bláa hnettinunum en sagan hefur komið út í yfir 30 tungmál. Mismunandi útgáfur á ólíkum tungumálum sýna vel þann skemmtilega mun sem er á málum okkar og letri
Lesa fréttina Þitt mál – mitt mál – okkar mál
Endurvinnsla - Endursköpun

Endurskapandi bækur

Í febrúar er þemað; Endurnýting… Með því að breyta og bæta má gefa gömlum hlutum nýtt líf! Hér í eina tíð þótti endrvinnsla og endurnýting sjálfasagt mál. Engu var hent, timbur skafið, brúsar skolaðir, stoppað í sokka og saumað upp úr gömlum flíkum. Nú er öldin önnur og bara keypt nýtt ef eitthvað bilar... Hér er úrval bóka sem hvetja til endurnýtingar og til þess að virkja ímyndunaraflið þegar kemur að endurbótum eða endurvinnslu.
Lesa fréttina Endurskapandi bækur
Bókamarkaður í janúar 2016

Bókamarkaður 2016

Við hefjum árið með glæsilegum bókamarkaði! Gamalt og nýtt og gersemar í bland - Opið 10:00-19:00!
Lesa fréttina Bókamarkaður 2016
Laust starf á Amtsbókasafninu

Bókavörður

Amtsbókasafnið á Akureyri óskar að ráða bókavörð í 100% starf frá og með 1. mars 2015. Unnið er til skiptis frá 8:00-16:00 og frá hádegi til kl. 19:00. Á veturna er fjórði hver laugardagur frá 10:30-16:15 hluti af vinnutímanum.
Lesa fréttina Bókavörður
Teboð á bókasafninu

Marokkódagur

Félagið Ísland-Marokkó býður ykkur velkomin í te og smákökur, laugardaginn 16. janúar kl. 14:00-16:00 á Amtsbókasafninu á Akureyri - Kynning á menningu og tungu í máli og myndum - Allir hjartanlega velkomnir!
Lesa fréttina Marokkódagur
Er andi í glasinu...???

Dulrænar bækur

Er andi í glasinu…? Í janúar er þemað; Dulræn málefni Hver er máttur andans? Er tilveran annað og meira en augað sér? Hvað með sálarrannsóknir og spíritisma? Er líf eftir þetta líf? Getur venjlegt fólk miðlað og læknað með aðstoð að handan...? Spáum í spádóma og dulmögnuð fyrirbæri – Allt er mögulegt…!
Lesa fréttina Dulrænar bækur
Gleðilegt ár!

Gleðilegt 2016!

Kæru viðskiptavinir! Óskum ykkur gæfu og góðs gengis á nýju ári og þökkum ánægjuleg samskipti á liðnum árum :-)
Lesa fréttina Gleðilegt 2016!