Brunasandur og Ofríki
Brunasandur í Vestur-Skaftafellssýslu er lítið byggðarlag sem varð til í kjölfar Skaftáreldanna 1783-84. Eldurinn eyddi og brenndi en þarna breytti hann landsháttum til muna þannig að þar sem áður flæmdist jökulvatn um eyðisanda varð lífvænlegt umhverfi í skjóli hraundyngjunnar og sérstæð byggð varð til. Níu fræðimenn á sviði sagnfræði, þjóðfræði, fornleifafræði, líffræði og jarðfræði tóku sig saman um að kafa í sögu og samtíma hinnar ungu sveitar og gera ýtarlegar rannsóknir á mótun lands og samfélags. Árangurinn er óvenjulegt rit, fagurlega úr garði gert, sem vekur áhuga og vísar leiðina í umhyggju og nálgun við landið okkar. Hiklaust má segja að þarna séu farnar nýjar leiðir í rannsóknum á íslenskrar byggðasögu
29.02.2016 - 11:35
Lestrar 495