Leikföng og málverk
Ólafur Sveinsson sýnir málverk af sínum gömlu leikföngum sem og leikföngum barna sinna. Málverk þessi eru ýmist unnin með olíu eða akrýl á striga. Sýningin opnar 2. des og stendur út desember. Ólafur hefur sýnt víða bæði hérlendis og erlendis. Myndefnið, leikföngin eru jafnt skráning um liðna tíð og áminning um að varðveita barnið í sjálfum okkur og gleðjast yfir því smáa í lífinu og þeim minningum sem vonandi veita okkur gleði. Njótið!
11.12.2015 - 13:29
Lestrar 865