Fréttir

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Vaka - Þjóðlistahátíð

Samspilastund og málþing

Samspilastund í hádeginu á fimmtudag í tengslum við Vöku, þjóðlistahátið - Komdu að spila og syngja með listamönnum Vöku eða bara hlýða á og fá þér góðan hádegisverð. Amtsbókasafnið, kl. 12:30 - 13:30
Lesa fréttina Samspilastund og málþing
Bókverk í júní

Arkir - Endurbókun

Á sýningunni ENDURBÓKUN má sjá brot af verkum úr smiðju ARKA, hópi ellefu listakvenna sem stunda bókverkagerð. Öll verk á sýningunni eiga það sameiginlegt að vera unnin úr gömlum bókum. Flestar þeirra voru fengnar hjá bókasöfnum, en bókasöfn afskrifa árlega nokkurn fjölda bóka til frekari útlána. Þessar gömlu bækur, sem lokið hafa hlutverki sínu, hafa öðlast nýtt líf í einstæðum listaverkum.
Lesa fréttina Arkir - Endurbókun
Lestur er bestur í sumarlestri :-)

Sumarlestur 2016

Akureyri - bærinn minn. Lestrarhvetjandi námskeið fyrir börn í 3. og 4. bekk í samstarfi Amtsbókasafnsins og Minjasafnsins á Akureyri
Lesa fréttina Sumarlestur 2016
Amtsbókasafnið hálf-lokað 27. maí til kl. 13:00

Amtsbókasafnið hálf-lokað 27. maí til kl. 13:00

Starfsmenn Amtsbókasafnsins á Akureyri ætla að viða að sér enn meiri fróðleik á svokölluðum fræðslumorgni starfsfólks safnsins. Hann verður haldinn föstudagsmorguninn 27. maí og verður safnið þar af leiðandi ekki opið fyrir útlán fyrr en kl. 13:00.
Lesa fréttina Amtsbókasafnið hálf-lokað 27. maí til kl. 13:00
Takk fyrir allar góðu stundirnar!

Síðasta sögustundin

Fimmtudaginn 12. maí var síðasta sögustundin hjá okkur fyrir sumarfrí. Þetta var einnig síðasta sögustundin sem Herdís Anna, barnabókavörður sá um hérna hjá okkur en hún er því miður að hætta hjá okkur.
Lesa fréttina Síðasta sögustundin
Sumarið og sólin :-)

Sumarið er tíminn!

Með hækkandi sól skerðist afgreiðslutíminn hjá okkur örlítið. Aðalbreytingin eins og fyrri ár er sú að lokað verður á laugardögum.
Lesa fréttina Sumarið er tíminn!
Kílómarkaður í maí

Fatamarkaður

Rauði krossinn og Amtsbókasafnið slá upp fatamarkaði í maí - Vortíska fyrri ára seld á vægu verði - 1000 kr fyrir 1000 gr af fötum!
Lesa fréttina Fatamarkaður
Ferðafélag Akureyrar 80 ára

Ferðafélag Akureyrar 80 ára

Þann 8. apríl næstkomandi fagnar Ferðafélag Akureyrar 80 ára afmæli. Sama dag kl. 17.00 verður opnuð með viðhöfn sýning í anddyri Amtbókasafnsins með gömlum munum, skjölum og myndum úr sögu félagsins. Sýningin mun standa uppi í safninu allan aprílmánuð og gefst þá kærkomið tækifæri til að kynna sér þetta gamla og rótgróna félag og starfsemi þess. Þá verða haldnir þrír fyrirlestrar í kaffiteríu Amtbókasafnins í apríl um einstaka þættir í sögu félagsins. Munu allir fyrirlestrarnir hefjast kl. 20:00 og gefst þá í leiðinni tækifæri til að skoða afmælissýninguna og spjalla saman um gamla daga.
Lesa fréttina Ferðafélag Akureyrar 80 ára
Gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn :-)

Gleðilegt sumar!

Lesa fréttina Gleðilegt sumar!
Bókaverðlaun barnanna 2016

Bókaverðlaun barnanna 2016

Árlega tilnefna börn á aldrinum sex til tólf ára bestu barnabækur ársins. Tilnefningarnar fara fram í grunnskólum og bókasöfnum um allt land. Veitt eru verðlaun fyrir eina frumsamda bók og aðra þýdda og fá höfundur og þýðandi þeirra bóka sem hljóta flest atkvæði að sjálfsögðu verðlaun. Verðlaunin eru veitt ár hvert á sumardaginn fyrsta við hátíðlega athöfn. Söfn um allt land taka þátt og bíða börn, bókaverðir og kennarar spennt eftir þessum viðburði.
Lesa fréttina Bókaverðlaun barnanna 2016
Gleðilega páska!

Gleðilega páska!

Kæru frábæru safngestir, lánþegar og aðrir: - Nú eru páskar framundan og meðfylgjandi auglýsing sýnir afgreiðslutímann hjá okkur um það leyti. Snjallræði: Komið þriðjudaginn 22. mars eða miðvikudaginn 23. mars og fáið lánaða venjulega kvikmynd. Í stað þess að hafa hana í 2 daga getiði haft hana í 6-7 daga!!! Eintómur gróði! smile emoticon Súkkulaðiegg og kvikmyndir/sjónvarpsefni = góð blanda!!!!!
Lesa fréttina Gleðilega páska!