Í gær var nýr vefur, gegnir.is í leitir.is opnaður á slóðinni http://leitir.is/Gegnir. Einnig er hægt að komast á vefinn með því að slá inn http://gegnir.is upp á gamla mátann.
Nýi vefurinn er gerður í sama umhverfi og leitir.is en hann hefur eigið útlit og á honum er aðeins leitað í safnkosti Gegnis.
Með því að smella á Leit í leitir.is hnapp ofarlega á síðunni getur notandi fært sig yfir á leitir.is og leitað samtímis í þeim fjölbreytta safnkosti sem þar er fyrir hendi. Vilji notandi fara aftur inn á gegnir.is síðuna getur hann gert það með því að smella á hnappinn Leit í Gegni. Græni liturinn verður áfram auðkennislitur leitir.is safnagáttarinnar en gegnir.is er auðkenndur með bláum lit, þetta er gert til auðvelda notendum að átta sig á hvar þeir eru staðsettir. Sjá nánar í meðfylgjandi vefupptöku.
Nýtt vefumsjónarkerfi gegnir.is er nútímalegt og byggir á tæknimöguleikum dagsins í dag. Þar eru sömu fjölbreyttu leitar- og umsýslumöguleikar í boði og á leitir.is. Hnappurinn Millisafnalán opnar nýtt form þar sem hægt er að panta efni sem ekki finnst á leitir.is.
Undir Velja safn er sú nýjung að þegar notendur leita í ákveðnu safni birtast aðeins eintök þess safns. Sjá nánar í meðfylgjandi vefupptöku.
Við teljum að hér sé um mikið framfaraskref að ræða fyrir viðskiptavini bókasafna sem og aðra sem vefinn nota. Breytingin mun jafnframt auðvelda okkur að fylgja eftir tækniþróun nú og í framtíðinni.
Bendi ykkur á að skoða eftirfarandi leiðbeiningar:
Við bendum einnig á hnappinn Leiðbeiningar neðst á gegnir.is/leitir.is.